Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 29
NU ER UTI VEÐUR VONT
báðir bent. í pistlinum „Hægrimenn og gróðurhúsaáhrif1 segir Jón
Steinsson þessa vitneskju lita „afstöðu hægri- og vinstrimanna til vísind-
anna sem þeir lesa. Hægrimenn gefa niðurstöðum þeirra sem efast um
gróðurhúsaáhrifin meira vægi en þau eiga skihð á meðan vinstrimenn
gera hið gagnstæða. Þetta er vitaskuld afskaplega bagalegt fyrir vitræna
umræðu um jafn mikilvæga spumingu.“43 Jón Olafsson tekur í sama
streng í viðtali sem birtist í Lesbókar-greininni „Er hægt að vera hægri og
grænn?“: „Umhverfispólitík felur alltaf í sér einhverskonar afskipti ríkis-
ins af athöfrmm einstaklinga og það samræmist ekki þessari hreinu eða
klassísku frjálshyggju sem oft er talað um. Samruni vinstristjómmála við
umhverfisstjómmál er mun auðveldari þar sem flestir vinstrimenn hafa
hreinlega meira þol fyrir ríkisafskiptum en þeir sem standa til hægri.1144
Pólitískar skoðanir hta þannig afstöðu einstaklinganna til vísindanna, þó
að tengsl stjómmálatrúar og gagnrýnnar sýnar á ráðandi loftslagsvísindi
séu afdráttarlausari meðal þeirra sem lengst standa til hægri, en hjá þeim
hópi sem tekur mark á vamaðarorðum vísindamanna, þar sem hann er
mun stærri og ekki eins einsleitur.
Áíslandi hafa einmitt einstaklingar tengdir Sjálfstæðisflokknum mest
haft sig í firammi í gagnrýninni á ráðandi loftslagsvísindi, en af málflutn-
ingi þeirra má ráða að þeir geti illa sætt sig við þá hugmynd að framtíð
jarðarbúa standi ógn af óbreyttum neysluvenjum iðnaðarsamfélaga. Nær-
tækast er að vísa til skrifa Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og þeirra
einstaklinga sem standa að útgáfu Vef-Þjóðviljans, en það veftímarit hefur
gengið lengst íslenskra fjölmiðla í því að vefengja raimsóknir sem benda
til þess að maðurinn beri ábyrgð á auknum gróðurhúsaáhrifum í heim-
inum.45 Rökin eru gamalkunn, mælskufræðileg efahyggja í bland við sér-
fræðings- og markaðsrök. Þessi stefiia hefur einnig verið tekin upp í
tímaritinu Þjóðmálum, sem Jakob F. Asgeirsson ritstýrir, en því er ætlað
að vera tdl hægri í stjómmála- og menrúngarurnræðunni. Tvær greinar
43 Jón Steinsson, „Hægrimenn og gróðurhúsaáhrif' (2.8.2006). Sjá: http://www. deigl-
an.com/10109.html [sótt 5. ágúst 2006].
44 Gunnar Hratn Jónsson, „Er hægt að vera hægri og grænn?“, Lesbók Morgunblaðsins
9. september 2007, bls. 5.
45 Sjá t.d. færslur frá árinu 2006, t.d. 8. janúar, 8. mars, 29. mars, 13. apríl, 22. júh', 31.
júh, 4. ágúst, 3. september og 10. september 2006 [http://www.andriki.is]. Eg ræði
pistla Vef-Þjóðviljans um umhverfismál frekar í greinum mínum: „Umhverfið og
áróðurstækin: Stendur Sjálfstæðisflokknum ógn af umhverfisvemd?“ og ,„Með lög-
um skal landi sökkva: Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn stóriðjuflokkur?“.
27