Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 31
NU ER UTI VEÐUR VONT
varið annars staðar, þar sem fjármunir séu og verði takmarkaðir. Þeir
ljúka máli sínu á þessum orðum:
Það kostar jafiimikið fyrir heiminn að fara efdr ákvæðum
Kyoto-bókunarinnar í eitt ár eins og það kostar að sjá hverju
mannsbarni fyrir aðgangi að ferskvatni til eilífðarnóns. Tæp-
lega 6000 börn deyja daglega af völdum niðurgangs. Hversu
mörgum þeirra mætti bjarga með aðgangi að hreinu vatni?
Aður en við eyðum gríðarlegum þármunum í loftslagsmál, án
vissu um nokkurn árangur, skulum við hafa á hreinu hverju er
mögulega verið að fórna. Fjármunir til að leysa vandamál
heimsins eru ekki endalausir. Sumir segja hreint vam strax
með tálheyrandi ábata. Aðrir segja Kyoto-bókunin.50
Hér eru á ferðinni svipuð rök og sjá má í The Great Global Warming
Swindle þar sem hagfræðingurinn James Shikwati hélt því fram að bar-
átta umhverfissinna myndi gera út af við möguleika Afríkubúa á mann-
sæmandi lífi. Endurnýjanleg orka er munaður sem hinar ríku þjóðir geta
veitt sér en er ekki á færi þróunarlandanna sem verða að halda sig við
hefðbundnari orkugjafa. Þetta er svartasti bletturinn á umhverfishreyf-
ingunni sega þeir sem vilja veg hennar sem minnstan, en geta þess ekki
að ef loftslagsbreytingarnar verða að veruleika verður stærstur hluti
Afríku óbyggilegur. Þessi rök er einnig erfitt að heimfæra upp á veruleik-
ann vegna þess að allar takmarkanir á C02-losun hafa hingað til ein-
vörðungu miðast við iðnvæddar þjóðir, en ekki þróunarlöndind1 Með
sama hætti skýra Andri og Gunnar ekki hvers vegna valið standi á milli
50 Andri Gunnarsson og Gunnar Egill Egilsson, „Stúdentablaðið og Lomborg - seinni
hluti“, bls. 27.
51 Meira að segja ríki eins og Kína og Indland sem iðnvæðast nú af kappi, eru undan-
þegin losunarákvæðum Kyoto-bókunarinnar, en iðnvæddu löndin bera hitann og
þungann af niðurskurðinum. I Ijósi þess að hægri sinnaðir harðlínumenn fela sig
jafnan bak við þau rök að með umhverfisvemdarkröfum sé verið að koma í veg fyrir
uppbyggingu í þróunarlöndunum er það írónískt að það er einmitt George W. Bush
sem harðast hefur barist gegn sáttmálum af slíku tagi, en hann hefur neitað að
gangast undir Kyoto-bókunina á meðan ríki eins og Kína eru undanþegin henni en
Bandaríkin ein losa meira magn gróðurhúsalofttegunda en Kína. Um þetta má m.a.
lesa á vef Wikipedia, undir færslunni „Kyoto Protokol" [sjá: http://en.wikipedia.
org/wiki/Kyoto_protocol, sótt 25.6. 2007]; og víða á heimasíðu RealClimate: Climate
science from climate scientists [sjá: http://www.realchmate.org/].
29