Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 33
NU ER UTI VEÐUR VONT
hyllast andstæð sjónarmið við hann sjálfan (þeir eru „umhverfisöfga-
menn“). Allar fyrri spár þessara einstaklinga hafi reynst rangar: „til dæm-
is um það, að flest hráefiii jarðar væru á þrotum og skóglendi hefði snar-
minnkað. Hvers vegna ætti nýjasta spáin að vera frábrugðin?“54 Því næst
dregur Hannes fram ýmis sérfræðingsrök gegn ráðandi kenningum um
hlýnun jarðar (náttúrulegar sveifltu á hitastigi jarðar, eldvirkni sólar) og
grefur að lokum undan hlutleysi vísindanna með því að segja þau
ofurseld markaðslögmálunum:
Annað svar er, að forsenda spumingarinnar sé hæpin. Með
henni er miðað við hina hefðbundnu mynd af vísindunum, þar
sem óháðir einstaklingar stunda sannleiksleit. Þeir eru eins og
Galileo Gahlei, sem hélt fast við það gegn kirkjuvaldinu, að
jörðin snerist kringum sólina, og Marie Curie, sem þreyttist
ekki á að gera tilraunir með geislavirk efifi, þótt það kostaði
hana loks fifið. En hafa vísindin ekki breyst á tuttugustu öld?
Nú líkjast þau helst iðnaði, þar sem memaðargjamir gáfu-
menn keppa um stöður og styrki. Tilgangurinn er ekki lengur
að finna sannleikann, heldur að öðlast frama í háskólum. Til
þess verða keppendur að bjóða upp á eitthvað, sem efdrspurn
er eftir. Og miklu meiri eftirspum er efdr spám um það, að
heimurinn sé í hættu, en um hitt, að hann sé það ekki. Ef menn
segja, að bráðnauðsynlegt sé að gera eitthvað gegn yfirvofandi
hættu, þá fá þeir um sig fréttir og hljóta stöður og styrki. Ef
þeir segja hins vegar, að ekkert þurfi að gera, þá dofnar áhug-
inn, stöðum fækkar og styrki þrýmr. [...] Eg fullyrði ekki, að
sumir vísindamenn aðhyllist aðeins tilgátuna um loftslagsbreyt-
ingar af mannavöldum (og raunhæfa möguleika á að snúa þeim
við), af því að eftirspum sé efdr henni. Eg segi aðeins, að þessi
tilgáta virðist enn ósönnuð og óeðhlegt sé á meðan að ætlast
til þess, að við gerbreytum Kfsháttum okkar hennar vegna. Em
vísindin ekki allt of mikilvæg til að láta vísindamönnunum
einum þau eftir?55
54 Það virðist ekki þvælast fyrir Hannesi að sýna má fram á hvemig gengið hefur verið
á skóglendi jarðarinnar, t.d. í Amazon-frumskóginum, með því að bera nýlegar
gervitunglamyndir saman við eldri myndir, t.d. frá áttunda áratug síðusm aldar.
55 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Vísindi eða iðnaður?“, Fréttablaðið 24. nóv-
ember 2006, bls. 34.
31