Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 34
GUÐNI ELÍSSON
Hannes, sem telur sig augljóslega skoðanabróðnr Galileos Galilei og
Marie Curie, beitir óvæntu vopni í baráttunni gegn loftslagsvánni, enda
mikið í húfi. Sjálfur höfuðpáfi frjálshyggjunnar á Islandi segir markaðs-
lögmáhn hafa stýrt vísindunum af braut sannleikans, því að nú snúist
rannsóknir fyrst og fremst um framboð og efdrspum. Nú sé mikil eftir-
spum eftir heimsendaspám og þeir vísindameim sem framleitt geti slík-
ar spár öðlist ffama í háskólum.
Það er eflaust rétt til getið hjá Hannesi að háskólar samtímans séu
tengdari markaðsöflunum en tíðkaðist í fyrri tíð og að hugmyndafræði
viðskiptalífsins hafi skotið djúpum róttun í æðstu menntastofiiunum
Vesturlanda. Þar er Island engin undantekning. Amnnulífið kemm' með
sífellt beinni og virkari hætti inn í rekstur háskólastofnana, úthlunm úr
samkeppmss]óóxim er alltaf að einhverju le\ri háð tískustramnum og
hugsanlega stýrist forgangsröðun rannsókna ekki einvörðungu af sann-
leiksást. En má ekki líka skýra þessa auknu áherslu á loftslagsramisóknir
með þeim hætri að hér sé á ferðinni eitt veigamesta hitamál samtíma-
vísinda og því eðlilegt að niiklum íjármunum sé varið í að sanna (eða af-
sanna) þessa mikilvægu vísindakenningu í eitt skipti fyrir öll?
Vandi loftslagsumræðunnar liggur ekki síst í því að hreiruæktaðar
vísindaspurningar hafa nú um langt skeið blandast inn í pólitíska mn-
ræðuhefð með öllum sínurn þrætubókarstíl og hártogmimn, þar sem
þrýstihópar sem stundum eru kostaðir af hagsmtmaaðilum í olíubrans-
anum sjá fjölmiðlum fyrir villandi upplýsingum.'’6 Vísindi og stjórnmál
eru því miður illsamræmanlegar orðræðuhefðir. Annarri er ætlað að lúta
sannleikanum á meðan hin snýst því miður alltof oft í kringum þá henti-
stefnu sem gert hefur valdið að sínrnn guði. Þeir sem grafið hafa undan
ráðandi loftslagsvísindum hér á landi sem annars staðar eru flestir póli-
tískir umboðsmenn þeirrar harðlínustefhu sem lengst liggur til hægri á
armi stjórnmálanna. Þessi hópur er víðast hvar smár en er að sama skapi
56 Um tengsl ExxonMobil við álitsstofnanir hægri sinnaðra harðlínumanna má víða
lesa, s.s. í bók George Monbiot, Heat: How to Stop tbe PlanetFrom Buming, bls. 36-37,
en sú hugmyndafræði sem ræður ríkjum í the Competitive Enterprise Instimte, the
Cato Instimte, the Heritage Foundation, the Hudson Institute, the Frontiers of
Freedom Instimte og öðrum slíkum hefur lengi höfðað til áhrifamanna í Sjálfstæðis-
flokknum. A heimasíðu Sambands ungra sjálfstæðismanna (http://www. sus. is) má
t.d. finna tengil í Cato Instimte, en sú stofnun er sögð „botnlaus brunnur greina og
umfjöllunar útfrá forsendum frjálshyggju“ [sótt 14. ágúst 2007].
32