Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 35
NU ER UTI VEÐUR VONT
valdamiláll vegna rótgróinna tengsla sinna við áhrifamenn í stjómmál-
um. Island er hér engin undantekning því að hér hafa þessir einstak-
lingar lengi verið málpípur ráðandi afla í samfélaginu.
Nú virðast þó breytingar í sjónmáh. Síðustu mánuðir gefa til kynna
að stjómmálamenn til hægri sem vinstri geti sammælst um að halda
loftslagsvísindunnm utan við hið póhtíska argaþras og taka mark á nið-
urstöðum þeirra, a.m.k. meðan þau hafa ekki verið afsönnuð.57
3. „Safnast þegar saman kemur“ orðrœðan
Síðasta orðræðugerðin sem Ereaut og Segnit skilgreina í „Warm Words“
er sú sem gerir ráð fyrir tæknilegum lausnum, ýmist á landsvísu eða
meðal fyrirtækja og einstaklinga. Hér ríkja bjartsýnin og nytsemissjón-
armiðin ofar hverri kröfu. Reynt er að fá sem flesta til að leggja sitt af
mörkum, til að gera eitthvað til að snúa þróuninni við, en margt smátt
gerir eitt stórt (bls. 20-21). Umræðan er tengd hversdagshfinu, hún snýst
um þölskyldu- eða fyrirtækisbílinn, um ofiia heimilisins eða vinnustað-
arins, um perur og ljósarofa. Fólk er hvatt tdl þess að hjóla í vinnuna eða
fá far með félögum, menn eiga að fara sparlega með rafinagnið og
hitann, t.d. með því að hita ekki óþarflega mikið vatn á hraðsuðukatl-
inum í hvert sinn sem hellt er upp á kaffi, með því að láta ekki ljósin loga
þegar enginn er í herberginu, með því að kaupa orkusparandi perur, með
því að slökkva á tölvunni og sjónvarpinu þegar þau eru ekki í notkun,
o.s.frv.
Vandinn, að mati skýrsluhöfunda, er sá að þessi orðræða á auðvelt
með að týna sér í nitfnu. Henni er ætlað að höfða til skyldurækni sem
vekur leiðindi með lesendum og því leiðir almenningur ábendingarnar
hjá sér. Hana skortir kraft og hún orkar ekki hvetjandi. Abendingarorð-
ræða af þessu tagi er einnig tíð í íslensku samfélagi, sem dæmi má nefna
Þó halda ýmsir sérfræðingar um loftslagsmál því fram að hinar póhtísku útfærslur
muni hrökkva skammt til þess að leysa vandann. Það sé einfaldlega ekki almennur
vilji f}TÍr því að draga eins mikið úr losun koltvísýrings og nauðsyn krefur. Jafnframt
viðurkenna ýmsir kunnir vísindamenn eins og Sir David King, sem starfar fyrir
bresku ríkisstjómina, að þeir myndu tapa trúverðugleika sínum og getunni til að
hafa áhrif á gang mála, ef þeir létu stjómmálamönnunum í té raunsannar
upplýsingar um hve gríðarlega þarf að draga úr losun koltvísýrings til þess að ná
árangri. Um þetta má m.a. lesa í bók George Monbiot, Heat: Horw to Stop the Planet
From Buming, bls. 41-42.
33