Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 36
GUÐNI ELÍSSON
grein Guðlaugs Sverrissonar verkefhastjóra hjá Úrvinnslusjóði, sem
birtist í Fréttablaðinu í mars 2007. Þar segir:
Ætla má af umræðunni um þessar mundir að til þess að geta
talist umhverfissinni þurfi menn helst að vera á móti tilteknum
framkvæmdum eða ganga urn og mótmæla á götmn úti. Ef-
laust gerir það gagn fyrir umhverfið í óskilgreindri framtíð. En
þú, lesandi góður, sem telur þig umhverfissinna, getur lagt þitt
af mörkum strax í dag. Það gerir þú með því að flokka úrgang
sem fellur til á heimili þínu og vinnustað og koma honum á
söfnunarstöð sveitarfélagsins, fengið þér [svoj þar til gerða
endurvinnslutunnu eða losað þig við hann með aðstoð fyrir-
tækja er sérhæfa sig í meðhöndlun úrgangs.58
„Safnast þegar saman kemur“ orðræðan er oft notuð samhhða hrak-
spárorðræðunni, t.d. í fyrirsögnum á borð við „Tuttugu hlutir sem þú
getur gert til að forða jörðinni frá tortímingu“. Ereaut og Segnit óttast
þó að slíkar yfirlýsingar dragi úr ógninni sem stafar af gróðurhúsa-
áhrifunum og að þær séu helst til þess fallnar að bregða upp hjákátlegri
mynd af þeim. Vandinn snýst ekki síst um það hversu illa þessar tvær
ólíku orðræður passa saman, heimsendasýnin og heimur hins hversdags-
lega. Um leið ýta þær undir spurningtma: „Hvernig í ósköpunum getur
hið smáa haft áhrif í svo gríðarlega víðu samhengi?“ (bls. 8).
Það er þó innan þessa orðræðusviðs sem bresku skýrsluhöfundarnir
telja að lausnina sé að finna. Til þess þarf þó að leysa hið ósamræman-
lega, stærð loftslagsvandans og smæð einstaklinganna, með því að nýta
sér muninn málefninu til framdráttar. Þetta telja Ereaut og Segnit hægt
að gera með því að virkja goðsöguleg sannindi (sem samkvæmt skil-
greiningu strúktúralista sætta það sem virðast vera ósættanleg atriði inn-
an menningarinnar), en slík sannindi geta gefið orðræðunni kraftinn
sem hana skortir núna. Umræðan um loftslagsmálin hefur leitt til þess
að nú virðist það vera ofurmannleg þrekraun að snúa þróuninni við. Að
sama skapi er það fyrirferðarmikill þáttur í menningarlegum sannindum
að hetjur framkvæma ofurmannlegar gjörðir á meðan venjulegt fólk
stendur hjá eða lætur illt yfir sig ganga. Sættir þversagnarinnar sem
greinarhöfundarnir vilja virkja liggja í hvunndagshetjunni, en hún er
58 Guðlaugur Sverrisson, „Getur þú kallað þig umhverfissinna?“, Fréttablaðið 9. mars
2007, bls. 27.
34