Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 37
NU ER UTI VEÐUR VONT
einstök en þó á færi allra að líkjast. Ereaut og Segnit leggja til að hug-
takið verði notað til að hvetja breska alþýðu tdl dáða, en þar í landi hefur
það töluverð ítök. Baráttuna við gróðurhúsaáhrifin á að gera að eftir-
sóknarverðu gildi í huga almennings, einhverju sem fólk sækist eftír að
taka þátt í. Þetta er hægt:
• ef reynt er að höfða til gildismats almennings - svona er eitthvað
„sem fólk eins og við gerum“, eitthvað sem fólk eins og við
stöndum fyrir;
• ef hugsað er um eftirsóknina í virðingu, einstakhngar vilja vera sér-
stakir og eru vanir að kalla fram sérstöðutilfinningu með vörunum
sem þeir kaupa og með því sem þeir gera, fremur en með því sem
þeir kaupa ekki og gera ekki;
• ef haft er í huga að fólk treystir fremur náunganum en stjórnvöld-
um, fyrirtækjum eða öðrum stofnunum [slíkt kallar á jafifingja-
firæðslu og jafhingjaþrýsting];
• ef notaðar eru óröklegar nálgunarleiðir, eins og myndmál, til jafns
við þær röklegu því að það gerir framkomuna sem sóst er eftir
eftirsóknarverðari í huga almennings. (bls. 8-9)
Þegar öllu er á botninn hvolft, segja Ereaut og Segnit, verður að byggja
upp jákvæða viðhorfsbreytingu til loftslagsmála á sama hátt og
markaðsfræðingar stýra neyslu. Loftslagsvitund er vara sem má selja og
um leið má breyta hegðan almennings. Fréttin sem ég vitnaði til í
upphafi þessarar greinar („Nýi tískufiturinn er grænn“) er til vitnis um
það, en krafan um siðferðilega ábyrgð í fatavali gefur til kynna að um-
hverfisvænn lífsstíll kunni verða mikilvægur þáttur í neyslustýringu nú-
tímasamfélaga og leið til þess að skipa fólki í flokka. „Viðskiptavinur
Edun býr yfir fágun með rokkuðu ívafi. Hann er greindur og hugsandi
og í hans augum skiptir sagan á bak við fatnaðinn sem hann klæðist
miklu máli“ segir Bridget Russo markaðsstjóri fatalínunnar Edrm sem er
í eigu hjónanna Ali Hewson og tónlistarmannsins Bono, en viðskipta-
\fifir bandaríska tískufyrirtækisins Bamboosa, sem sérhæfir sig í fatnaði
úr bambus, hafa flestir „tekið virkan þátt í ýmsum hreyfingum sem
stuðla að bættu samfélagi [...] Til dæmis umhverfisvernd, borgararétt-
indum og félagslegum réttlætismálum11.'’9 I þeirri framtíðarsýn sem
59 Sjá einnig grein Astu Andrésdóttur, „Tíska með samvisku", bls. 66.
35