Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 41
NÚ ER ÚTI VEÐUR VONT
ekki ganga eftir. Þegar það síðan gerist að losun koltvísýrings fer langt
ffam úr frómustu skuldbindingum munu menn muldra í barm sér, en
það leiðir ekki til almennra mótmæla. Almenningur er ekki vanur að
marsera í nafni meinlætalífs.65 Þetta er kannsld ekki svo fráleit spá þegar
horft er til þess að lausn Ereauts og Segnits er sú að sækja í sama
viðhorfssjóðinn og velsældarorðræðan þreifst á. I því felst styrkleiki til-
lögunnar því að hún nýtir sér gamankunn „sannindi“ máli sínu til stuðn-
ings. Nýjungarnar eru bara meira af hinu sama. En veikileiki tillögunnar
felst líka í því að hún á rætur í sömu hemjulausu velsældarkröfunni og
skapaði vandann til að byrja með. Því hvað er betra en að geta keypt sér
frið?
Hvað er til ráða ?
í bókinni Outline ofa Theory ofPractice rekur Pierre Bourdieu á forvitni-
legan hátt tengsl orðræðu og menningarlegs „sannleika“, en „sannleik-
ur“ samkvæmt þessari skilgreiningu er allt það sem er svo sjálfgefið að
ekki þarf að færa það í orð. Við þegjum um það sem við göngum að sem
vísu, því að ekki er hægt að hafa skoðun á sannleika án þess að grafa
undan honum um leið. Félagsleg sannindi búa í þögninni, í því sem ekki
verður gagnrýnt með orðum. Þetta er veruleiki doxunnar, eða átrúnað-
arins. Heimur átrúnaðarins lýkst ekki upp fyrir okkur fyrr en hann hefur
verið gagnrýndur og færður inn á svið skoðanaskiptanna, þar sem ólíkar
orðræður takast á um gildi hans. Rétttrúnaðarsinninn (e. ortho+doxy)
reynir að koma á jafnvægi aftur með því að endurheimta glatað sakleysi
átrúnaðarins, en tekst það ekki vegna þess að rétttrúnaðurinn er svar við
fráhvarfssjónarmiðinu (e. hetero-doxy) og rétttrúnaðarsinninn þarf því
alltaf að vara við þeirri villutrú sem fráhvarfið felur í sér og þar með að
taka tdllit til hennar. Rétttrúnaður leitast við að koma á viðurkenndu
kerfi til þess að ræða samfélagið og veruleikann og honum er ætlað að
útiloka aðrar skoðanir. Ef rétttrúnaðarsinnanum tækist ætlunarverk sitt
fýlhlega væri veruleika átrúnaðarins náð og allri umræðu um málið
lyki.66
65 George Monbiot, Heat: Hmv to Stop the Planet From Buming, bls. 41-42.
66 Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice, þýð. Richard Nice, Cambridge:
Cambridge University Press, 1992, bls. 167-171.
39