Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 42
GUÐNI ELISSON
Ereaut og Segnit eru pólitískir ráðgjafar og sem slíkir meðrdtaðir um
vald orðræðunnar. Fulltrúar mælskufræðilegrar efahyggju ásaka and-
stæðinga sína um rétttrúnað, en meginmarkmið þeirra sjálfra er að koma
í veg fyrir aðgerðir sem ætlað er að takmarka losun gróðurhúsaloft-
tegunda - með því að þvæla umræðuna út í hið endalausa.67 Ereaut og
Segnit ieggja því til að hætt verði að rökræða hvort um raunverulegar
loftslagsbreytingar (eða gróðurhúsaáhrif) er að ræða og haldið verði inn
á svið átrúnaðarins. Við það myndi umræðan gjörbreytast því að þá yrði
fyrst og ffemst tekist á um lausnir á vandanum. Hér má einnig ítreka að
þessir svokölluðu efahyggjumenn hafa nú um tveggja áratuga skeið hald-
ið umræðunni um loftslagsvandann í gíslingu. George Monbiot hefur
rakið tilraunir bandarískra og breskra harðlínumanna til að vefengja ráð-
andi loftslagsvísindi. I öðrum kafla bókarinnar Heat: How to Stop the
Planet From Buming, „The Denial Industry“ (bls. 20-42), tekur hann
sérstaklega fyrir fjölmörg skjalfest dæmi um hreinræktuð svik og falsanir
efahyggjumannanna og dregur að lokum þá ályktun að inargir þessara
einstaklinga (sem sumir fengu laun ffá olíufyrirtækinu Exxon h,TÍr skrif
sín) geti ekki kallast „efahyggjumenn“ um loftslagsbreytingar, þar sem
efahyggjumenn leitd sannleikans, sem þeir telja enn handan seilingar.
Þessir einstaklingar, sem oft eru pólitískir almannatengslafulltrúar, gefi
sér aftur á móti „niðurstöðuna og búi svo til rök sem styðja hana“.68
Þannig má halda því ffam að raunverulegar rökræður hafi aldrei átt
sér stað um loftslagsmálin í vestrænum fjölmiðlum, heldur hafi umræð-
unni verið rænt af pólitískum hagsmunasamtökum. Pistlar Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar um loftslagsmál og sams konar skrif á heima-
síðu Vef-Þjóðviljans eru því fyrst og ffemst forvitnilegt efni í orðræðu-
greiningu. Þau ber öðru ffemur að skoða sem pólitískan áróður. Og
sannleiksástin ræður ekki alltaf för í skrifum þessara einstaklinga. Gott
dæmi um það eru efhistök hins nafnlausa höfundar sem fjallaði um
skýrslu Ereauts og Segnits á síðum Vef-Þjóðviljans 4. ágúst 2006, aðeins
þremur dögum eftir að hún birtist í Bretlandi. Höfundurinn kynnir fyrst
skýrsluna, umfang hennar og uppruna og segir svo niðurstöðu skýrslu-
höfúndanna hafa verið þá: „að engin ein skilaboð yfirgnæfi önnur og
gróflega megi flokka þá sem tjá sig um þessi mál í heimsendaspámenn
67 Sjá t.d. bók George Monbiot, Heat: How to Stop the PlanetFrom Buming, t.d. bls. 27;
og Steven Poole, Unspeak, bls. 42^-9.
68 Sjá: George Monbiot, Heat: How to Stop the Planet From Buming, bls. 40.
4°