Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 48
UNNUR DÍS SKAPTADÓTTIR
þessara einstaklinga tengdist mjög upplifunmn þeirra á íslandi og því
viðmóti sem þeir mættu í tilraunum sínum til að verða þátttakendur í
nýju samfélagi. I upphaíi greinarinnar er stuttlega gerð grein hTÍr tengsl-
um tungtunáls og þjóðemishyggju. Þar á eftir er sjónum beint að við-
horfum og reynslu fólks af þtu að standa utan við og komast inn í mál-
samfélagið. Athugað var hvað það hafði að segja um hugmyndir sínar og
reynslu frá því þegar það kom upphaflega til landsins ótalandi íslensku,
og hvemig því gekk svo að læra íslenskuna. Að lokum er gerð grein fyr-
ir hvaða merkingu íslenskan hafði fyrir sjálfsmynd þess og hvemig þekk-
ing á henni tengist því að vera samþykktur í íslensku samfélagi.
Þjóð, tunga og hreyfanleiki
í þjóðernishugmyndum margra þjóða er tungumál tahð vera eitt af því
sem sameinar þjóðina og gerir hana óflka öðrum þjóðum. Etienne Bah-
bar hefur bent á að tungumál annars vegar og kynþáttui' (e. racé) hins
vegar séu tveir þættir sem algengt er að dregnir séu fram við sköpmt
þjóðernis.2 Hann bendir á að oft fari þetta tvennt saman í hugum fólks
og það ýtd undir að fólk sjái sig sem hluta af aðskildum hópi með þjóðar-
sál og þjóðarkarakter. Balibar segir misjafnt hvort tungumál eða kynþátt-
ur sé álitdð mikilvægara í skilgreiningunni. Við fyrstu sýn segir hann mál-
samfélagið virðast óhlutbundnara en kynþátt en í raun sé það hlutstæðara
þar sem það tengi einstaklinga við uppruna í gegnum ritaða texta. Rann-
sóknir á íslenskri þjóðemisvitund hafa sýnt að tungumáhð hafi skipað þar
stóran sess. Guðmundur Hálfdanarson hefur bent á að Islendingar hafi á
tímum sjálfstæðisbaráttunnar fengið tilfinningu h,TÍr því að þjóðernis-
kennd þeirra væri þeim eðhslæg og sjálfsögð, og að allt ffá þeim tírna hafi
verið lögð áhersla á milálvægi tungumálsins fjnir íslenska þjóðemisHt-
und. Hann segir að ekki þurfi að koma á óvart að Islendingum finnist
flestum sem þjóðemið sé þeim í blóð borið.3 Hallffíður Þórarinsdóttir
hefur einnig bent á að þessi tdlfinning um að þjóðemi sé eðlislægt hafi hf-
2 Etienne Balibar, „The Nation Form: Histoty and Ideology“, Race, Nation, Class: Am-
bignous Identities, ritstj. Etienne Balibar og Immanuel Wallerstein, London: Verso,
1991, bls. 86-106.
3 Guðmundur Hálfdanarson, Islenska þjóðríkið - Uppruni og endimörk, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían, 2001, bls. 142.
46