Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 49
ÓLÍKAR RADDIR
að í hugum margra og sé enn áberandi meðal þjóðarinnar.4 Eins og
Gauti Kristmannsson5 bendir á „þá er þetta ekki einungis vegna þess að
Islendingar tala íslensku heldur vegna þess að í gegnum bókmenntir
miðalda megi finna beina tengingu við fortíðina.“ Líffræðileg tengsl við
fortíð og nútíð má annars vegar sjá í íslendingasögum þar sem hið
ósnortna tungumál er talið birtast og hins vegar íslendingabók þar sem
hffræðilegur uppruni verður sýnilegur. Tungumálið hefur þannig verið
mikilvægt tákn til að lýsa sameiginlegum uppruna og menningu íslend-
inga. Þeir sem tala íslensku eða eru af íslenskum ættum hafa því getað
gert tilkall til að teljast íslendingar. Hugmyndir íslendinga um íslensk-
una hafa verið í anda hugmynda Johanns Gottfrieds Herder um tungu-
máfið sem forsendu fyrir tilvist þjóðarinnar.6 A seinni hluta 18. aldar
fjallaði hann um lífræn tengsl tungumáls og samfélags í þýskri menningu.
Hann lagði áherslu á að tungumáhð varðveitti hugsunarhátt, hefðir,
sögu, trú og lifnaðarhætti þjóðarinnar. Samkvæmt Herder var það jafh-
framt ákjósanlegasta skipulagið að tungumál, þjóð og stjórn færu saman
og þróuðust saman. A síðustu áratugum hafa margir fræðimenn fjallað á
gagnrýninn hátt um uppruna og eðh þjóðemishyggjunnar og hugmynd-
ir sem sýna þjóðernið sem sjálfgefið. Þeir hafa skoðað tengsl tungumáls
og þjóðernishyggju og sýnt fram á að stöðlun tungumála hafi verið mik-
ilvægur þáttur í mótun þjóðemishugmynda og þjóðríkja. Þetta má með-
al annars sjá á greiningu Benedicts Anderson á þjóðum sem ímynduðum
samfélögum í tengslum við þróun prentkapítalisma.' Hann fjallar um
hvemig ritað mál geri fólki kleift að sjá sig sem meðlimi af stærri hóp sem
samanstendur af einstaklingum sem aldrei hafa hist eða sést. Balibar hef-
4 Hallfríður Þórarinsdóttir, ,Alál valdsins - vald málsins", erindi flutt í fynrlestraröð
Sagnfræðingafélags Islands, Hvað er vald?, 25. janúar 2005. Sjá: Kistan 25. apríl
2005, www.kistan.is.
5 Gauti Kristmannsson „Icelandic Language Policy and the Media“, Topographies of
Globalization: Politics, Culttire, Language, ritstj. Valur Ingimundarson, Kristín
Loftsdóttir og Irma Erlingsdóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 292.
6 Sjá Jonathan Heam, Rethinking Nationalism: A Critical Introduction, New York: Pal-
grave Macmillan, 2006, bls. 33, og Guðmundur Hálfdanarson, Islenska þjóðríkið -
Uppnini og endimörk.
Benedict Anderson, Imagined Communities. Reflections on the Origin and Spread of
Nationalism, endurskoðuð útg., London og New York: Verso, 1991.
47