Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 54
UNNUR DÍS SKAPTADÓTTIR
ættingja. Margir þeirra höfðu yfirgefið starf í heimalandi sínu til þess að
afla hærri tekna á Islandi. Pólsk kona á fimintugsaldri hafði komið til Is-
lands vegna þess að hún átti erfitt með að sjá fyrir sér í Póllandi sem ein-
stæð þriggja barna móðir á launum fyrir skrifstofustarf hjá opinberri
stofhun. Hún skildi því börnin efdr hjá aldraðri móður sinni og fór til að
vinna í fiskvinnslu á Islandi. Hún benti á að það sem var erfiðast fyrstu
árin á Islandi fyrir utan að vera án barnanna hefði verið að kuima ekki
tungumálið. Hún sagði um reynslu sína af upphafi veru sinnar á Islandi:
Mikið vandamál var að tala ekki íslensku, ég vissi ekki neitt.
Þetta var mikið vandamál. Þar sem ég var að vimra var aðstoð-
arverkstjóri pólskur og hann talaði íslensku, pólsku og ensku.
Hann hjálpaði nfikið, hjálpaði pólsku fólki. Þetta var mikið
vandamál. En nú tala ég pínulítið, kann pínulítið íslensku.
í viðtölunum kom fram að í sumum tilfellum taldi fólk sig hafa misskil-
ið ýmislegt sem tengdist vinnustaðnum, stöðu sinni og stöðu yfirmanna
gagnvart þeim áður en það lærði málið, stundmn vegna þess að það gerði
ráð fyrir að verkstjórar eða aðrir yfirmenn hefðu meiri völd en þeir í ramt
höfðu og stundum vegna þess að virmufélagar sem kunnu heldur ekki ís-
lensku sögðu því rangt frá. Ekki líkaði öllum vel að vera háðir þeim fáu
einstaklingum sem túlkuðu fyrir þá það sem verkstjórinn sagði. Þegar
viðtalið fór fram voru sumir þátttakendur rannsóknarinnar enn mjög
einangraðir frá íslensku samfélagi eftir nokkurra ára dvöl, en aðrir töluðu
um að hafa verið það fyrstu árin. Þeir höfðu mjög óskýrar hugmyndir um
það sem gerðist utan við vinnustaðinn eða þorpið þar sem þeir dvöldu,
og samskiptin út fyrir þorpið voru fyrst og fremst við fólk í heimalandi
þeirra en ekki við fólk annars staðar á Islandi. Þar sem vera þeirra á land-
inu var háð því að hafa atvinnuleyfi áttu þeir þess ekki kost að fara á
tungumálanámskeið fyrr en þeir höfðu unnið um nokkurt skeið.
Pólskur karlmaður á þrítugsaldri sem hafði unnið í sjávarútvegsfyrir-
tæki í fjögur ár, sagðist ekki hafa haft mörg tækifæri til að hitta innfædda
Islendinga eða læra íslensku fyrstu árin. I þorpinu þar sem hann bjó var
stór hluti íbúa frá Póllandi. I fyrirtækinu þar sem hann vann var vinnu-
dagurinn langur. Vinnufélagar hans voru næstum eingöngu pólskir og í
frítíma sínum las hann pólsk blöð og tímarit sem hann fékk send að
heiman og horfði eins og margir aðrir í þorpinu á pólskt sjónvarp. Tengsl
52