Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 55
ÓLÍKAR RADDIR
hans við ættingja í Póllandi voru mikil, sendingar bárust að heiman og
sjálfur sendi hann peninga til foreldra sinna í Póllandi. Töluð var pólska
á heimilinu þar sem kærastan hans, sem hann hafði kynnst eftir að kom-
ið var til Islands, var einnig pólsk. Ahugi hans á að læra íslensku var tak-
markaður í byrjun því það eina sem komst að var að vinna mikið til að
geta fjárfest í íbúð í Póllandi. Enskan var honum þjál áður en hann kom
til landsins og því notaðist hann við hana þegar hann hafði samskipti við
Islendinga. Eftir að hann og kærastan hans sáu fram á að búa til lengri
tíma á Islandi jókst áhugi þeirra á að læra tungumálið og hann fór að
leggja drög að því að nýta menntun sína ffá heimalandinu, þar sem
starfskraft með hans menntun vantaði á svæðinu. Hann var þó á sama
tíma að fjárfesta í byggingarlandi til að byggja sér hús í Póllandi.
Að setjast að á Islandi
Af ólíkum ástæðum höfðu þátttakendur í rannsókninni ákveðið að dvelja
lengur á Islandi en til stóð í upphafi og kveikti það áhugann á að læra ís-
lensku betur. Ein ástæðan var að atvinnuástandið hafði ekki batnað nægi-
lega mikið í heimalandinu til að snúa aftur, önnur að fólk var búið að fjár-
festa í íbúðarhúsnæði og bömin komin í skóla, auk þess sem nokkrir voru
komnir með íslenskan maka. Þó svo að fólk væri búið að koma sér fyrir
á Islandi til lengri tíma útilokaði það alls ekki áform um að snúa aftur til
heimalands síns í framtíðinni. Sá áhugi sem fram kom á meðal þátttak-
enda í rannsókninni á að læra íslensku er í samræmi við nýlega rannsókn
sem gerð var á Vestfjörðum og Austfjörðum og sýndi að yfir 90% svar-
enda höfðu áhuga á að læra íslensku.16 Ahuginn var þó mismikill. Sumir
voru altalandi á íslensku en aðrir töluðu lítið sem ekkert. Flestir höfðu
samt farið á tungumálanámskeið, allt frá einu námskeiði og yfir í það að
klára íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Islands. Þeir sem ekki gátu
tjáð sig á íslensku gáfu ýmsar skýringar á því að kunna litla íslensku eftir
margra ára dvöl á landinu. Ein ástæða sem margir nefndu var að erfið-
lega gekk að komast á námskeið. Sumir voru í vaktavinnu og áttu því
erfitt með að mæta á námskeið, aðrir bjuggu í litlu þorpi þar sem aðeins
16 Heiður Hrund Jónsdóttir, Hildur B. Svavarsdóttir, Kristín Erla Harðardóttdr og
Friðrik H. Jónsson, Viðhorf innflytjenda á Vestfjörðnm ogAusturlandi.
53