Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 61
OLIKAR RADDIR
Þau tala pólslcu af því við tölum pólsku, í raun finnst þeim þau
vera pólsk, þú veist, pólskt hús og allt saman. Af því þú veist...
við erum svo oft í Póllandi og ég vil ekki að þau haldi að þau
séu Islendingar... breyta þjóðerni manns.
Þegar fólk byrjar að tala íslensku fær það tvenns konar viðbrögð frá um-
hverfinu, annars vegar mikla gleði yfir því að það skuli reyna og hins
vegar gagnrýni á að tala ekki rétt eða með hreim. Anna sagði frá því þeg-
ar hún byrjaði að tala íslensku:
Já, og maður sér hvað Islendingar eru mjög ánægðir með það
þegar það sér að einhverjir að minnsta kosti reyna, en ekki all-
ir. En þessi hreimur, það tekur mjög mjög langan tíma til að fá
alveg íslenskan hreim. Stundum fólk er þannig að það vill ekki
skilja það sem ég er að segja, ég tók eftir þessu líka...
Nokkrir viðmælendur ffá Asíu höfðu orðið fyrir beinum fordómum á
vinnustað eða/og almenningsstöðum. Ein kona í þeirra hópi taldi að það
hvernig hún talaði tungumálið væri stór hluti af ástæðunni fyrir þeim
neikvæðu viðbrögðum sem hún hafði orðið fyrir á vinnustað. Hún not-
aðist við ensku fyrst þegar hún kom til landsins en lenti í því að fólk skildi
hana samt ekki. Hún sagði um reynslu sína af því að spyrja til vegar:
... Þegar fólk skildi mig ekki þegar ég talaði ensku þá hugsaði
ég: „Hvers konar fólk er þetta? Vilja þau ekki hjálpa mér eða
vilja þau ekki tala við mig?“ Og það var svo erfitt... ég meina,
ég held að lykillinn að öllu sé tungumálið, ef þú vilt búa hér og
vera samþykktur. Þegar ég var að vinna með öldruðum sögðu
þau: „Ekki þessa stúlku, hún er svo ung og hún er útlendingur
og hún skilur mig ekki“. Eða kannski í vinnunni þegar þau eru
að tala í kaffipásum og maður getur ekki talað og situr bara og
hlustar, þú veist. En núna get ég setið hjá þeim og fengið mér
kaffi og talað. Og þá finnst manni að maður sé hluti af hópn-
um, maður stendur ekki utan hópsins ef maður tekur þátt.
Jafhvel þó maður sé bara að hlusta þá skilur maður allavega.
Sumir þeirra sem reyndu að nýta menntun sína efdr að hafa lært málið
töluðu um að hafa áfram mætt hindrunum sem þá snerust um vafa um
59