Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 62
UNNUR DÍS SKAPTADÓTTIR
hvort þeir væru nægilega góðir í íslensku til að sinna starfinu. Þetta hef-
ur þó breyst nokkuð á síðustu árum og í auknum mæli á fólk kost á að fá
störf þar sem reynir á íslenskuþekkingu þess. En um leið eiga fleiri inn-
fæddir Islendingar í samskiptum við fólk sem talar íslenskuna á ólíkan
hátt; hafa hreim eða hafa ekki náð fullum tökum á málftæðinni.
Kona frá Asíu sem hafði fengið starf þar sem hún nýtti menntun sína
var, þegar viðtalið var tekið, í háskólanámi með vinnu til að styrkja stöðu
sína enn frekar. Hún talaði um að tungumálið væri ekki aðeins mikilvæg-
ur lykill að þátttöku í samfélaginu heldur einnig til að verða samþykktur.
Jafhframt vonaði hún að það að afla sér menntunar myndi leiða tdl þess
að hún yrði meira samþykkt, ekki endilega sem Islendingur heldur fyrst
og fremst sem manneskja. I viðtali sem tekið var við hana sagði hún:
Það er eiginlega tvennt við það að vera útlendingur. Þú verður
að vinna meira, vera kurteisari, þægilegri og meira allt. Það er
mikilvægt að sanna sig og verða samþykktur svo þau muni
segja: „O, hún er ekki útlendingur, hún er eins og við“. Eg
meina ef þú ert útlendingur þá ertu öðruvísi. En ég get talað
tungumálið, ég get tekið þátt, ég get gert eins og hinir og þeg-
ar ég klára námið mitt held ég að þau muni koma fram við mig
meira eins og manneskju, meira eins og þau koma ffarn við
hvert annað, ekki eins og einhvern sem stendur utan við.
Umrœða og lokaorð
Tungumálið er eitt helsta tákn íslenskrar þjóðernishyggju. Stundum er
rætt um að það eigi að bjóða fólk velkomið að verða nýir Islendingar ef
það er tilbúið að læra málið. Að krmna íslensku hefur, eins og fram hef-
ur komið, lengi verið hluti af skilgreiningunni á því að vera Islendingur.
Það að kunna íslensku gefur innsýn í menningu og sögu. Hugmyndin um
að krmna íslensku hefur verið ráðandi. Stækkandi hópur fólks á Islandi
lærir þó fýrst og fremst íslensku sem arrnað mál til að geta verið virkari í
þátttöku sinni í daglegu lífi og starfi á Islandi, en ekki vegna uppruna-
tengsla við Island eða áhuga á íslenskri sögu og bókmenntum. Fyrir þessa
einstaklinga hefur mngumálið ekki tilfinningalegt gildi nema þá vegna
þeirrar ffelsistilfinningar að geta skilið hvað er að gerast í kringum sig og
tjáð sig við vinnufélaga, yfirmenn og lækna án aðstoðar. Þeir vilja vera
60