Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 71
SAMFÉLAG MÁLNOTENDA
og voru þau mörg læs áður en þau fóru í skóla. Samkvæmt könnun, sem
höfundur gerði meðal þrjátíu og þriggja Bandaríkjamanna af íslenskum
uppruna í héraðinu kringum Mormtain í Norður-Dakóta, hélt meiri-
hluti þeirra áíram að lesa íslensku þó að formlega námið færi allt fram á
ensku og voru ílest bamarma (þau eldri) „fermd upp á íslensku“ þ.e.
fermingarundirbúningurinn var á íslensku.18 Börnin urðu fljótt tvítyngd
og læs á bæði íslensku og ensku. Almenn lestrarkunnátta, jaflivel áður en
nemendur hófu formlega skólagöngu, hlýtur að hafa gefið bömum ís-
lensku innflytjendanna ákveðið forskot í námi á böm annarra ixmflytj-
enda sem ekld vom læsir.
Bandaríski málfræðingurinn Wilham Grabe19 hefur haldið því fram
að böm frá vestrænum miðstéttarheimilum hafi um 1000 klukkutíma
forskot í lestrarkennslu á börn frá heimilum með lestrarmenningu sem
ekki samræmist vestrænni skólamenningu þegar þau koma í skóla í hin-
um vestræna heimi. Þama hallar því sérstaklega á böm innflytjenda frá
löndum utan Vesturlanda. Niðurstöður rannsókna á tvítyngi, m.a. þeirra
er vísað er til hér að ofan, benda ótvírætt til þess að með því að stuðla að
virku tvítyngi og tvímenningu megi koma í veg fyrir mörg þeirra vanda-
mála sem fylgja því að vera á milli menningaheima.
Viðhoif mnflytjenda til móðwináls og menningar
Ef tvítyngi og tvímenning er af hinu góða liggur næst við að skoða þá
þætti sem fræðimenn telja að hvetji fullorðna innflytjendur af fyrstu kyn-
slóð til að tileinka sér mál og menningu nýja landsins. Hér er átt við við-
horf fullorðinna innflytjenda til móðurmáls og meruungar þeirra, af-
stöðu þeirra til markmálsins og menningar nýja landsins og hvatann til
að læra máhð og aðlagast nýju samfélagi. I stuttu máli má spyrja hvaða
gildi það hefur fyrir innflytjendur 1) að halda í móðurmál sitt og menn-
ingu og 2) að læra markmáhð og nota það. Að lokum er svo fjallað um
3) samskipti í nýja landinu við þá sem fyrir eru og aðgengi nýrra Islend-
inga að íslensku málumhverfi, þ.e. ílaginu. Niðurstöður þeirrar umfjöll-
18 Bima Ambjömsdóttir, „Tvítyngi"; Bima Ambjömsdóttir, North American Icelandic.
The Lifecycle ofa Language, Manitoba: University of Manitoba Press, 2006, bls. 43-
44.
19 William Grabe, Demystifying reading: Recent research and implications for teach-
ing, Plenum - erindi haldið á ráðstefnu AAAL (American Association for Apphed
Linguistics) í Vancouver, Kanada, 2000.
69