Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 72
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
unar eru þær að jákvætt viðhorf innflytjenda til móðurmálsins og mark-
málsins, og að sama skapi jákvætt viðhorf þeirra sem markmáhð tala,
eykur líkumar á að innflytjendumir læri nýja málið. Eðh samskipta milh
heimamanna og innflytjenda og aðgengi hinna síðamefndu að máhnu
(ílaginu) og magn ílagsins skiptir líka máli, þ.e. hvort innflytjendur hafi
og telji sig hafa aðgang að samfélaginu almennt sem aftur hefur áhrif á
hvort og þá hvemig sjálfsmynd íbúanna breynist og þróast efrir því sem
samfélagið verður fjölmenmngarlegra.
Hvarinn að því að menn leggi á sig að læra nýtt tungumál er háður því
hvað þeir hyggjast dvelja lengi í nýja landinu og tækifærunum sem þar
bjóðast, þ.e. hvort það borgar sig að leggja á sig erfitt og tímafrekt
tungumálanám. Aftur er vísað til rannsókna á reynslu Vestur-Islendinga
þegar þeir settust að í Kanada og Bandaríkjunum. Hér er aðallega talað
um viðhorf og reynslu hópa án þess þó að lítið sé gert úr vanda einstak-
linga sem standa á milli menningarheima. Því er ekki verið að gefa í skyn
að sú reynsla Vestur-íslendinga, sem hér er lýst, sé reynsla hvers og eins
innan hópsins.
Hér verður litið til Vestur-íslendinga sem töluðu íslensku á nítmda
áratug nítjándu aldar. Þeir em viðföng rannsókna höfundar sem vísað er
til í þessari grein, málhafar sem höfðu yfirleitt jákvæða afstöðu til aðlög-
unar Islendinga í Vesturheimi. Segja má að þeir hafi þessa jákvæðu af-
stöðu einmitt vegna þess að tvítyngi var algengt í fjölskyldmn þeirra.
Ekki er víst að aðrir Vestur-íslendingar hafi þessa skoðun. Niðurstöð-
urnar era þær sömu: Tvítyngi leiðir til jákvæðrar afstöðu til aðlögunar.20
Fyrst verðnr skoðað annars vegar samspil sjálfsmyndar og tnngumáls og
menningar og hins vegar áhrif sjálfsmyndar á tileinkun erlendra tungu-
mála.
Sjálfsmynd, tungumál og aölögun
Bandaríkin og Kanada eiga hvað lengsta mnflytjendasögu vestrænna
ríkja og segja má að þær þjóðir séu samansettar úr ólíkum innflytjenda-
hópum. Þaðan höfum við því megrúð af þeim rannsóknum sem gerðar
hafa verið á því hvemig innflytjendum hefur tekist að tileinka sér nýtt
tungumál og nýja menningu.21
20 Birna Arnbjörnsdóttár, No?th American lcelandic: The Life ofa Language, bls. 34.
21 Aneta Pavlenko og Adrian Blackledge, Negotiation of Idetitities in Multilingual
Contexts, Clevedon: Multilingual Matters, 2004, Introduction.
70