Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Qupperneq 79
SAMFÉLAG MÁLNOTENDA
Frökkum.48 Að auki voru íslendingar mótmælendatxúar eins og „þar-
lendir“ en innflytjendur sem á eftir komu voru kaþólskir eða ekki kristn-
ir. Vestur-íslendingar gátu því hafið nýtt líf í nýju landi.49 Þeir höfðu að-
gengi að samfélaginu, tungumálinu, atvinnu, tækifærum, menntun
o.s.ffv. I gegnum íslensku skilgreindu þeir fortíð sína og sjálfa sig en
framtíðin og fjárhags- og félagslegt öryggi lá í gegnum ensku. Islending-
ar %drtust í það minnsta sjálfír líta svo á að þeim væru allir vegir færir,
bæði í Manitoba og í Bandaríkjunum.50
Þetta sterka samband milli tungumáls og sjálfsmyndar, sem Islending-
ar bjuggu við og búa við enn, er fremur fátítt í heiminum. Það væri þjóð-
hverft viðhorf að draga þá ályktun út frá því að innflytjendur almennt,
hvort sem er á Islandi eða annars staðar, séu einsleitur hópur innbyrðis,
jafnvel þeir sem eiga sama upprunaland. Svo er ekki og því er rangt að
skýra erfiðleika í samskiptum innflytjenda og heimamanna, sem og erf-
iðleika í samskipmm innflytjenda innbyrðis, út frá menningarmismun
eingöngu.
Innflytjendum sjálfum verður að treysta til að skilgreina sig í nýju
samfélagi en grundvöllur tvítyngis og tvímenningar er aðgengi að mark-
málinu og menningunni. Rannsóknir Unnar Dísar Skaptadóttur og fleiri
sýna að innflytjendur telja sig ekki hafa aðgengi að íslensku og telja að
tungumáhð sé helsti þröskuldurinn í vegi þess að þeir fái betri störf en
raun ber vitni, oft störf sem þeir hafa lært ttil, og að skortur á íslensku-
kunnáttu komi í veg fyrir samskipti við Islendinga51. Máltileinkun krefst
flags. Til að læra tungumálið þarf nemandinn að fá tækifæri til að heyra
það og nota í samskiptum. A sama hátt og skólinn þarf að huga að
breyttu flagi til að mæta þörfum tvítyngdra bama eins og lýst var hér að
ofan, þurfa innfl}Tjendur að fá aðgang að máhnu í samskiptum við Is-
lendinga.
48 Þorsteiim Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi, 2, Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1943.
49 John S. Matthiasson, ,Adaptation to an ethnic structure: The urban Icelandic-
Canadian of Winnipeg, Manitoba.“
50 Bima Ambjömsdóttir, North American Icelandic. The Lifecycle of a Language, bls. 51.
51 Unnur Dís Skaptadóttir, „Mobilities and cultural difference: Immigrants’ experi-
ences in Iceland", Topographies of Globalization: Politics, Culture, Language, ritstj.
Valur Ingimundarson, Kristín Loftsdóttir og Irma Erlingsdóttir, Reykjavík: Háskóli
íslands, 2004, bls. 133-148; Unnur Dís Skaptadóttir, „Vestfirsk fjölmenning: Um
menningarlega fjölbreytni í sjávarþorpum,“ Arsrit Sögufélags Isfirðinga 43/2003,
Revkjavík: Sögufélag ísfirðinga, bls. 311-322.
77