Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 80
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
Á síðari áram er farið að tala um þriðju bylgju í félagsmálvísindum-''2 í
kjölfar hugmynda sem Lave og Wenger settu fyrst fram um samfélög
málnotenda53 eða viðmælenda sem eiga eitthvað sameiginlegt og læra
hver af öðram í samskiptum sín á milli. Þetta getur átt við smærri hópa
málsamfélaga s.s. starfsmenn fiskvinnslustöðva,54 nemenda og kennara
eða annarra hópa sem hafa sameiginleg markmið við sköpun merkingar
í samskiptum sín á milli. I þessari nýju nálgun er áherslan á að skoða
samskipti í smærri einingum, á meðal einstaklinga og þá merkingu sem
málafbrigðið, orðið og málstíllinn mótar, m.a. þau skilaboð sem send era
og viðtekin og varða sjálfsmynd og tengsl viðmælenda. Markmið tungu-
málakennslu í þessu samhengi er að gera nemendur hæfa þátttakendur í
því samfélagi málnotenda sem þeir búa í.
Lítdl hefð er íyrir því að útlendingar læri og noti íslensku og Islend-
ingar era því óvanir því að eiga samskipti við údendinga á íslensku. Eins-
leitni þjóðarinnar framan af (þar til á allra síðustu áram) hefúr orðið til
þess að margir eiga erfitt með að skilja íslensku talaða með hreim. Hug-
myndin að tala íslensku við aðra en innfædda er Islendingum einfaldlega
framandi og við forðumst það því að okkur finnst það óþægilegt. Þóra
Björk Hjartardóttir55 bendir á að einföld vensl era milli íslensku og Is-
lendinga, þ.e. ef maður talar íslensku er maðtu: Islendingur og ef maður
er Islendingur talar maður íslensku. Þóra Björk segir að þessi jafhgildu
vensl feli í sér „einþætta sjálfsmynd því þau útiloka fleiri en eitt þjóð-
erni“.56
Þetta viðhorf, sem þjappaði Islendingum saman og leiddi til þess að
íslenskan varð lífseigari í Vesturheimi en flest önnur innflytjendamál,
virðist hins vegar virka hamlandi á aðgengi innflytjenda að íslensku máli,
menningu og samfélagi. Hömlurnar lýsa sér í:
52 Penny Eckert, „Variation, convention, and social meaning“, erindi flutti á ráðstefnu
Linguistic Society ofAmeiica í San Francisco 2005.
53 J. Lave og E. Wenger, Situated Leaming: Legitmiate peripberal participation, Cam-
bridge: CLHP, 1991.
54 Bima Ambjömsdóttir, „The HB Grandi experiment: A workplace language pro-
gram“, Second Langaage at Work, ritstj. Karen-Margrethe Frederiksen, Karen Sonne
Jakobsen, Michael Svendsen Pedersen og Karen Risager, Roskilde: Roskilde Uni-
versity, 2006, bls. 37-65. (IRIS Publications 1).
55 Þóra Björk Hjartardóttir, „Islenska í breyttu málumhverfi“, Malstefna. Language
Planning, ritstj. Ari Páll Kristinsson og Ganti Kristmannsson, Reykjavík: Islensk
málnefiid, 2004, bls. 113-121. (Rit íslenskrar málnefndar 14).
56 Þóra Björk Hjartardóttir, „Islenska í breyttu málumhverfi“, bls. 117.
78