Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 81
SAMFÉLAG MÁLNOTENDA
• tregðu íslendinga að tala íslensku við útlendinga,
• tilhneigingu Islendinga til að tala ensku við þá sem líta út eins og
útlendingar (jafnvel ættleidd íslensk böm með „framandi“ útlit),
• tilhneigingu til að gera ekki greinarmun á lítilli og mikilli málfæmi
og skilgreina alla sem tala með hreim sem ótalandi á íslensku.
Þessar kunnuglegu sögur koma úr skjóðu höfundar sem unnið hefar að
málefhum er varða íslensku sem annað og erlent mál í fjöldamörg ár.
Einnig má fírrna dæmi í frásögnum útlendinga sem tjáð sig hafa um
reynslu sína.!,/ Guðrún Theódórsdóttir58 hefur safnað lýsandi dæmum
um orðaskipti útlendinga, í þessu tilviki erlendra námsmanna á Islandi,
við Islendinga og sýna þau vel hömlur á aðgengi útlendinga að íslensku.
Guðrún segir: „Þegar gögnin em skoðuð blasir við sú staðreynd að Is-
lendingar virðast tregir til að tala íslensku við útlendinga.“ Eftirfarandi
dæmi sýna það:
í STRÆTÓ: Erlendur stúdent: „Uh...m, getur þú sagt mér
þegar við uh... á Hring- Hringbraut?“
(Löng þögn.)
íslenskur bílstjóri: „Yes.“
í BANKA: Erlendur stúdent: „Ég ætla að borga þetta reikn-
ing.“
íslenskur bankamaður: „What?“59
Þegar útlendingur ávarpar afgreiðslustúlkuna á kassanum í Nóatúni, svo
dæmi sé tekið, á íslensku er hann um leið að biðja um inngöngu í íslenskt
málsamfélag. Þegar honum er ítrekað svarað á ensku er verið að neita
honum um inngöngu. Þegar Islendingur velur að tala ensku við mann-
inn með hreiminn á kassanum í Bónus er hann um leið að segja honum
að hann sé ekki Islendingur.
Sömu skilaboð em send til innflytjenda þegar þeir komast ekki á ís-
57 Matthew Whelpton, „Að tala íslenskn, að vera íslenskur: Mál og sjálfsmynd frá
sjónarhóh útlendings", Máljregnir 9/2000.
58 Guðrún Theodórsdóttir, „Islenska fyrir údendinga á íslandi", Morgunblaðið 5. des-
ember 2006.
59 Sama heimild.
79