Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 87
HANN VAR BÆÐI MÁL- OG HEYRNARLAUS
breyting eða þróun hefux átt sér stað víða um heim og þó auðvitað helst
á Vesturlöndum. Táknmál hafa hlotið viðurkenningu í auknum mæli,
ýmist með lögum eða að minnsta kosti menningarlega, í samfélögum í
kringum okkur. Ef staðan í dag er borin saman við það sem var fyrir 50
árum er ljóst að bylting hefur orðið á stöðu táknmála og þar með mál-
hafa þeirra. Þó táknmálið sé fyrsta mál margra heyrnarlausra þá komast
þeir aldrei hjá því að nota íslenskuna. Islenskan er stóra málið í samfé-
laginu og annað mál4 flestra heymarlausra Islendinga og það ritmál sem
heymarlausir nota þar sem táknmálið hefur ekki ritmál.
Engin nákvæm tala er til um tungumál heimsins en Dahl telur þau
vera á milli fimm og átta þúsund.'’ Talan er m.a. ónákvæm því oft er erfitt
að ákveða hvort tala eigi um tvö ólík mál eða mállýskur. Aðeins lítill hluti
þessara tungumála hefur ritmál6 og því em táknmálin ekki einstök hvað
það varðar. Einhverra hluta vegna er tiltrú manna á ritmálinu þó meiri
en á talmálinu. Hér á landi hafa raxmsóknir á íslensku t.d. lengi gengið
út frá ritmálinu að mestu leyti og það verið viðmið um „hið rétta mál“.
Ritmál nýtur því jafnan meiri virðingar en talmál gerir7. Táknmálið er
oftast sett skör lægra en raddmál og ekki hjálpar til að táknmálið hefur
ekki ritmál.
mest (fimction). Málhafi getur þannig haft sama móðurmálið samkvæmt öllum skil-
greiningunum fiórum eða hann getur haft ólík móðurmál eftir því við hvaða skil-
greiningu er miðað. Allar þessar skilgreiningar geta einnig átt við heymarlausa sem
nota táknmál. Það er hins vegar aðeins Ktill hluti heyrnarlausra sem á heymarlausa
foreldra og lærir því táknmáhð frá fæðingu. Það þykir því ekki að öllu leyti rétt að
tala um móðurmál þar sem táknmáhð er ekki lært af foreldrum og á hugtakið „íyrsta
mál“ hér betur við. Hér verður því talað um táknmál sem fyrsta mál heymarlausra
en ekki móðurmál.
4 Það mál sem lærist næst á eftir móðurmáli/fyrsta máh, hér táknmáh.
5 Osten Dahl, „Spoken Languages. Differences and Similarities“, Bilingualism in Deaf
Education, ritstj. Kenneth Hyltenstam og Inger Ahlgren, Hamburg: Signum-Verlag,
1994, bls. 161-167, bls. 161.
6 Sama rit, bls. 162.
Sjá t.d. Gauti Kristmannsson, „Málar íslensk málstefha máhð inn í hom?“, Málstefna
-Language Planning, ritstj. Ari Páll Kristinsson og Gauti Kristmannsson, Reykjavík:
íslensk málnefnd, Rit íslenskrar málnefhdar 14, 2004, bls. 43-49, bls. 48; Þóra Björk
Hjartardóttir, „Islenska í breyttu málumhverfi", Málstefna - Language Planning,
2004, bls. 113-121, bls. 115 og Gauti Kristmannson, „Endurómur úreltra við-
horfa?“, Ritið 1/2006, bls. 211-224, bls. 221.
85