Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 91
HANN VAR BÆÐI MÁL- OG HEYRNARLAUS
tilvikum um að ræða kóða sem eru táknaðir en fylgja að einhverju leyti
málfræði enskunnar, e.k. táknuð enska. Þessir táknuðu kóðar eru ekki
fullkomið mál heldur einhvers konar miUimál sem nota má til samskipta.
Til eru tvær skilgreiningar á heymarleysi og jafnframt er talað um tvö
viðhorf, hið læknisfræðilega og hið menningarlega. Læknisfræðileg skil-
greining á heymarleysi byggist á mælingu á heym í desíbelum. Sú skil-
greining byggist á sjónarhorni hinna heyrandi sem Kta svo á að heymar-
leysi sé skortur á einhverju, eitthvað sem þurfi að laga.18 Frá sjónarhóh
heymarlausra er heymarleysi aftur á móti ekki skortur á einhverju held-
ur áhta þeir sig tilheyra máhninnihlutahópi sem talar táknmál. Þetta er
sú skilgreining sem liggur að baki hinu menningarlega viðhorfi. Það er
hægt að vera heymarlaus án þess að tilheyra samfélagi heymarlausra og
nota táknmál. Þess vegna nota þeir sem telja sig tilheyra þessum hópi
orðið „döfP‘19 og er þá átt við „að vera menningarlega í samfélagi heym-
arlausra og nota táknmál.“ Manneskja sem missir heyrn á gamals aldri er
þannig heymarlaus en ekki döff og manneskja sem mæhst ekki heymar-
laus hjá lækni getur verið döff ákveði hún að nota táknmál og skilgreina
sig sem hluta af samfélagi heymarlausra. I þessari grein nota ég yfirleitt
orðið „heymarlaus“ þegar ég á við þá sem með réttu ætti að kalla „döff‘,
þ.e. þá einstaklinga sem skilgreina sig sem slíka.
Viðhorftil tiingumála
Kristján Ámason bendir á að eitt hlutverk tungumála sé að „vera ein-
hvers konar einkenni á þeim sem talar. Menn em mjög gjaman flokkað-
ir eftir tungutaki sínu“20 og nefnir Kristján hér að ýmis smáatriði í mál-
notkun geti skipt máh. Þó boðskipti séu megintilgangur tungumála þá
18 Sjá m.a. hjá Harlan Lane, The Mask of Benevolence.
19 „Döff‘ er eiginlega sletta í íslensku úr íslenska táknmálinu. Tákn eru mynduð með
höndum en þeim fylgir jafnan munnhreyfing sem stundum er leidd af íslensku orði
en alls ekki alltaf. Þegar táknið HEYRNARLAUS er myndað fylgir munnhreyfingin
sem er nokkum veginn eins og borið sé fram orðið „döff‘ (eða dff) og táknið er
venjulega tunritað DOFF. Hvort orðið kemur úr erlendum tungumálum eða af
íslenska orðinu daufur er ekki vitað en það hefúr fest í sessi hjá samfélagi heym-
arlausra. I ensku er ritað deaf annars vegar (=heymarlaus) og Deaf hins vegar
(=döff). Sjá frekari umræðu um þetta hjá Valgerði Stefánsdóttur, Málsamfélag heym-
arlausra, bls. 16.
20 Kristján Amason, „‘A vora tungu.’ Islenskt mál og erlend hugsun,“ Skímir haust
2004, bls. 375-404, bls. 377.
89