Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 92
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
geyma þau svo margt annað og þjóna mörgum öðrum hlutverkum eins
og Kristján segir svo réttilega. Hér „fær tungutakið gildi á sama hátt og
klæðaburður og önnur ytri einkenni11 og málaafbrigði „verða tákn um fé-
lagslega stöðu.“21 Eins og Kristján bendir á getur það hvemig fólk talar
haft gífurleg áhrif á það hvaða skoðun við myndum okkur um það. Hér
er Kka um það að ræða hvaða mál fólk talar. Það má því segja að viðhorf
okkar til einstaklinga mótist eða markist oft af því hvemig þeir tala eða
hvaða mál þeir tala.
Þetta er ein ástæða þess að nauðsynlegt er að íjalla um viðhorf til
tungumála. Viðhorfið segir margt og getur haft áhrif á bæði stöðu
tungumálanna og ekki síður stöðu málhafanna. Flestir þekkja þetta hjá
sjálfum sér, við myndum okkur ósjálírátt skoðanir um fólk sem við
þekkjum ekki neitt og þá eingöngu út frá tungumálinu. Sum tungumál
finnast okkur fallegri en önnur og sum jafhvel „betri“ en önnur. I hinum
stóra heimi nýtur fólk mismikillar virðingar efdr því hvaða tungumál
það talar og er ekki óalgengt að fólk úr málminnihlutahópum verði und-
ir vegna þess að viðhorfið til tungumáls þess er neikvætt. Hér má nefna
sem dæmi þá ensku sem svartir Bandaríkjamenn tala eða þann hóp
Bandaríkjamanna sem hefnr spænsku að móðurmáli. Spumingunni hvort
kemur á undan verður þó seint svarað, þ.e. hvort viðhorf til tungumáls-
ins mótist vegna viðhorfs til málhafanna eða öfúgt. Það sama gildir þeg-
ar táknmál eiga í hlut. Hér er í öllum tilvikum um að ræða minnihluta-
hópa sem oft eru lágt settir í samfélaginu, vinna óvinsælustu störfin
o.s.írv. Þannig getur viðhorf til tungumálsins mótast í upphafi af þrí
hverjir tala það.
Onnur ástæða þess að nauðsynlegt er að rannsaka og íjalla um viðhorf
til tungumála yfirleitt er sú að viðhorf geta haft áhrif á viðgang tungu-
mála á ýmsum sviðum. Neikvæð eða jákvæð viðhorf geta ákvarðað hvort
tungumál lifir eða deyr og hversu mikið vægi það fær t.d. í skólakerfi.
Viðhorf geta einnig ákvarðað hve mikla þekkingu málhafar hafa á móð-
urmáh sínu og hvaða mál (afbrigði máls) málhafar nota. Þegar kemur að
því að læra öxmur tungumál geta viðhorf til nýja málsins haft áhrif á það
hversu vel það lærist (það sama á raunar við þegar móðurmál lærist).22
21 Sama rit, bls. 377.
22 Sarah Bums, Patrick Matthews og Evelyn Nolan-Conroy, „Language attitudes“,
The Soáolinguistics of Sim Laiiguages, ritstí. Ceil Lucas, Cambridge: University
Press, bls. 181-215, bls. 183.
9°