Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 93
HANN VAR BÆÐI MÁL- OG HEYRNARLAUS
Innan félagssálfræðinnar hafa viðhorf til tungumála verið rannsökuð
til að öðlast betri skilning á samskiptum manna. Fasold23 útskýrir tvo
skóla í þessum fræðum sem nálgast efnið með óKkum hætti og hafa mis-
munandi skoðanir á eðh viðhorfa. Annars vegar er um að ræða sjónar-
horn þeirra sem aðhyllast hugferlastefnu (e. mentalisvi) og byggjast flest-
ar rannsóknir á viðhorfum tdl tungumála á þessu sjónarhorni. Samkvæmt
því stýrir viðhorf persónu því hvemig hún hegðar sér við ákveðnar að-
stæður.24 Þetta sjónarhom gengur út á það að treysta því sem fólk segir
sjálft um viðhorf sitt eða að unnt sé að álykta um viðhorf þess út frá
hegðunarmynstri. Hér er því treyst á þátttakanda, sem getur orkað tví-
mæhs. Romaine25 ræðir í bók sinni um tvítyngi um sjálfsmat þegar tví-
tyngi er annars vegar. Hún segir að erfitt sé að taka sjálfsmat bókstaflega
þar sem svo margir þættir hafi áhrif á matið, m.a. viðhorf persónunnar
sjálfrar til tungumálanna sem hún talar og stöðu tungumálanna í
ákveðnu samhengi. Romaine telur að ef annað tungumáhð hafi hærri
stöðu (sé hærra metið) þá sé líklegt að viðkomandi segist tala það mál
betur en hann eða hún raunverulega gerir (og lægra málið þá verr en
hann/hún gerir).
Hhns vegar er um að ræða sjónarhorn atferhshyggju (e. behaviorism).
Samkvæmt því eru viðhorfin einfaldlega fólgin í þeim svörum sem fólk
veitir við félagslegar aðstæður. Þetta sjónarmið auðveldar rannsóknir á
sviðinu þar sem ekki er þörf á sjálfsmatá fólks eða óbeinum ályktunum.
Það þarf aðeins að fylgjast með, skrá og greina ódulda hegðun. Hins
vegar eru viðhorf ekki eins áhugaverð hér þar sem ekki er hægt að spá
fyrir um hegðun einstaklinga.26
Finna má ólíkar skilgreiningar á því hvað viðhorf er en flestir virðast
samþykkja þá skilgreiningu að viðhorf sé tilhneiging til að gefa jákvætt
eða neikvætt svar um ákveðinn hlut, manneskju, stofaun eða atburð.27 A
forsendum hugferlastefhunnar, getum við, ef við þekkjum viðhorf ein-
stakhngs, spáð fyrir um hegðun hans sem tengist þessu viðhorfi með
23 Ralph Fasold, The Sociolinguistics of Soriety, Oxford: Blackwell Publishers, 1987, bls.
147.
24 Sama rit, bls. 147.
25 Suzanne Romaine, Bilingnalism, Oxford: Blackwell Pubhshing, 1995, bls. 15-16.
26 Ralph Fasold, The Sociolinguistics ofSociety, bls. 147-148.
27 Maria Wingstedt, Language Ideologies and Minority Language Policies in Sweden.
Historical and contemporary perspective, Stokkhólmi: Center for Research on Bilingu-
ahsm, Stockholm University, 1998, bls. 11.
91