Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 95
HANN VAR BÆÐI MÁL- OG HEYRNARLAUS
torveldar viðhorfsrannsóknir, þ.e. sá sem segist vilja hreina og slettulausa
íslensku slettir kannski sjálfur33 og er í raun alls ekki tilbúinn að hreinsa
eigið mál af erlendum slettum. Það má því segja að hegðun fólks sé ekki
alltaf í samræmi við hugmyndir þess eða skoðanir.
Vidhofftil tdknmála
Það er stutt síðan táknmál voru viðurkennd sem fnllkomin mál og hafa
því varla náð þeirri stöðu sem raddmál hafa í hugum fólks. Mikið þekk-
ingarleysi er á táknmálum og margar ranghugmyndir uppi um þau, t.d.
að þau séu alþjóðleg, einföld eða „eins og þjóðtungan“, þ.e. að íslenska
táknmálið sé íslenska töluð með höndum. Þekkingarleysið getur ahð af
sér neikvætt viðhorf. I grein höfundar frá 200434 er rætt um það hvort í
táknum felist orð eða myndir og hvort orðið „tákn“mál valdi misskiln-
ingi hjá fólki og valdi þeim ranghugmyndum sem oft ríkja um táknmál.
Af hverju táknmál þykja á einhvern hátt „einfaldari“ eða ómerkilegri en
raddmál verður ekki rætt hér heldur einungis um viðhorf til þeirra á
ýmsum sviðum.
Viðhorf heyrandi
Eins og áður sagði hafa viðhorf heyrandi til táknmála verið mjög nei-
kvæð í gegnum tíðina og haft áhrif á líf heyrnarlausra um allan heim.
Viðhorf til málsins birtast mjög víða í samfélögum heimsins, bæði hjá
mönnum og stofnunum. Táknmál eru sjaldnast viðurkennd, þau eru
annars flokks í menntakerfinu og dæmi eru um að menn geti orðið tákn-
málstúlkar á nokkrum vikum (sem engum dytti í hug ef um t.d. spænsku
væri að ræða). Viðhorf hér á landi endurspeglast að einhverju leyti í
fréttinni sem rædd var hér í upphafi, mállausi maðurinn talar táknmál,
það hlýtur að þýða að táknmál sé ekki mál.
Engar rannsóknir eru til á viðhorfum tdl táknmála hér á landi ef und-
an er skilin rannsókn Valgerðar Stefánsdóttur frá 2005.3:5 Rannsóknin
fjallar um málsamfélag heymarlausra á Islandi og kemur m.a. inn á við-
53 Umræðu um viðhorf íslendinga tdl enskuáhrifa má sjá í ritgerð Hönnu Óladóttur:
Hanna Óladóttir, Pizza eða flatbaka? Viðhorf 24 íslendinga til erlendra máláhrifa í
íslenskn, ritgerð til M.A.-prófs, Reykjavík: Hugvísindadeild Háskóla Islands, 2005.
34 Rannveig Sverrisdóttir, „Orð eða mynd“, Ritið 1/2005, bls. 83-101.
35 Valgerður Stefánsdóttir, Málsamfélag heymarlausra.
93