Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 99
HANN VAR BÆÐI MÁL- OG HEYRNARLAUS
þess vegna fram að það skipti miklu máli hvað kennurum er kennt og
mikilvægt sé að kennarar sem kenna heymarlausum hafi hlotið góða
fræðslu um táknmál og menningu og sögu heyrnarlausra því það leiði til
jákvæðra viðhorfa.
Eins og fyrr sagði, þallar meistaraprófsritgerð Áhlgerðar Stefánsdótt-
ur frá 2005 um málsamfélag heymarlausra á Islandi.43 Ritgerðin, sem
fjallar nánar tiltekið um samskipti á milh táknmálstalandi og íslensku-
talandi fólks, kemur m.a. inn á viðhorf kennara. Málfyrirmyndir heym-
arlausra barna á grunnskólastigi em misjafhar og tákrunálskunnátta
kennaranna misjöfii. A meðan táknmálsbannið ríkti kunnu kennarar
eðlilega ekki táknmál eða máttu ekki nota það en í dag ætti að vera hægt
að gera þá grundvallarkröfu að kennarar barnanna séu með góða tákn-
málskunnáttu og hafi jákvæð viðhorf til táknmálsins. I rannsókn Val-
gerðar, sem gerð er á árunum 1998-2004, kemur frarn að kennarar noti
oft táknmál og íslensku samtímis, sem leiðir til þess að bæði málin verða
mjög skrýtin og í raun er hvomgt mál talað almennilega (bls. 106).
I sumum tilfellum era kennararnir ekki nógu góðir í táknmáli og börn-
in fá því kennslu á „lélegu“ máli eða blendingsmáli. Einn viðmælandi
Valgerðar sagði „...að valdastaða íslenskunnar yfir táknmáli valdi því að
ekki sé gerð krafa um næga færni málfyrirmynda í táknmáli til þess að
bömin geti náð fullnægjandi málþroska fyrir nám í grunnskóla eða feng-
ið fullnægjandi kennslu í skólanum/'44
Valgerður bendir á að veik staða táknmálsins og vald íslenskunnar
hafi orðið til þess að blendingsmál íslensku og táknmáls hafi verið al-
gengt samskiptamál í skólum þar sem heymarlausum var kennt „...þrátt
fyrir að það væri óskipulegt og óskýrt samskiptaform“ (bls. 93). Börnin
skilja jafnvel ekki kennara sína þegar þetta form er notað (bls. 94). Hún
nefnir líka að engin lög séu til um táknmál á leikskólastigi eða um tákn-
málsnám foreldra, sem gerir allt máluppeldi bamanna erfiðara en ella.
Þótt táknmál sé víðast hvar orðið hluti af menntun heyrnarlausra er
ekki þar með sagt að kröfurnar um „gott mál“ séu alls staðar háar. Þar
sem málfyrirmyndirnar em mikilvægar skiptir máli að að kennslu barn-
anna komi menntaðir kennarar sem hafa táknmáhð að móðurmáli. Þar
sem menntun heymarlausra var lengi vel af skomum skammti er líka
stutt síðan þeir fóm að koma að kennslu heyrnarlausra bama (a.m.k. sem
43 Valgerður Stefánsdóttir, Málsamfélag heymarlaasra.
44 Sama rit, bls. 93.
97