Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 100
RANNVEIG SVERRISDÓTTIR
lærðir kennarar) og því var lengi vel Ktið um „íullkonmar“ málfyrir-
myndir í skólum. Samkvæmt Bums o.fl.4-"’ er hugsanlegt að takmörkuð
táknmálskunnátta (heyrandi) kennara heymarlausra bama hafi valdið
þeim misskdningi að táknmál væra yfirleitt fátæk af málfræði. Sá mis-
skilningur hafi svo haft áhrif á það hversu mikilli hæfiii þeir náðu í tákn-
málninu og þá hversu gott mál þeir töluðu.
Menntun er dýrmæt hverju bami og í samfélagi nútímans er sá sem
enga eða lélega menntun hlýtur útilokaður fi'á ýmsu. Til þess að heym-
arlausir sitji tdð sama borð og heyrandi og hljóti sömu grunnmenntun er
mikilvægt að táknmáhð sé í heiðri haft innan menntakerfisins. Bæði þarf
að nota táknmáhð í kennslu annarra greina og miðla heymarlausmn
bömum í gegnum það mál sem þeim hentar best en ekki síður þarf að
örva og þróa málið þeirra og hvetja þau til skapandi málnotkunar. Mál-
fyrirmyndir bamanna þurfa að vera góðar og jákvæð viðhorf til táknmáls
að ríkja innan veggja skólans. Ef þetta er raunin frá byrjun er hklegt að
heymarlaus börn öðhst jákt'æð tdðhorf til táknmálsins og fái þar með
betri sjálfsmynd en annars.
Að viðhorf skipti máli ekki síður en lagaleg staða má glöggt sjá á
dæmi frá Svfþjóð þar sem staða minnihlutamála er tryggð með lögum og
skólum er gert að tryggja að börn sem hafa annað móðurmál en sænsku
fái kennslu í því máli.46 I dag fer bömum sem sækja skóla þar sem boð-
ið er upp á þessa kennslu fækkandi og er ein ástæðan sú að samfélagið
hefur neikvæð viðhorf til annarra móðurmála en sænsku, sem letur for-
eldrana til að halda þessu til streitu.47
Jákvætt viðhorf— táknmál og raddmál samhliða
Sem betur fer em ekki bara dæmi um neikvæð viðhorf til táknmála. Það
sem hér er athyglisvert er sú staðreynd að þar sem viðhorf til táknmála
em jákvæð virðast heyrnarlausir hafa pltmunað sig vel í samfélaginu.
Besta dæmið um þetta er eyjan Martha’s Vmeyard sem hggur við aust-
urströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Massachusetts. Groce48 segir frá
því að í þessu samfélagi hafi verið mjög hátt hlutfall heyrnarlausra sem
45 Sarah Bums o.fl., „Language attitudes“, bls. 184.
46 Jarmo Lainio, „The Protection and Rejection of jMinority and Majority Languages
in the Swedish School System“, bls. 34.
4' Sama rit, bls. 36.
48 Nora Ellen Groce, Eveiyone Here Spoke Sign Language. Hereditary Deafiiess on
Martha’s Vineyard, Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1985.
98