Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 101
HANN VAR BÆÐI MÁL- OG HEYRNARLAUS
notuðu táknmál og var stór hluti íbúa eyjarinnar tvítyngdur og notaði
táknmál og ensku jöfnum höndum. Astæður þessa fjölda heyrnarlausra
má að öllum líkindum rekja til erfðafræðilegra orsaka en íbúar eyjarinn-
ar giftust mjög mikið innbyrðis, lítið var um að fólk færi burt frá eyjunni
eða næði sér í maka utan hennar. A 18. og 19. öld og fram á þá tuttug-
ustu má tala nm tvítyngt samfélag á eyjunni. A 19. öldinni var hlutfall
heyrnarlausra á eyjunni einn af hverjum 155 en það var aftur á móti einn
af hverjum 5728 í Bandaríkjunum öllum.49 I tveimur borgum á eyjunni
þar sem heyrnarleysið var algengast var hlutfall heyrnarlausra ennþá
hærra. Þar sem heymarlausir voru þetta hátt hlutfall íbúa eyjarinnar
þótti það sjálfsagt mál að allir (flestir) lærðu táknmál, langflestir þurftu
að hafa samskipti við heyrnarlausra. Táknmál var mjög áberandi í sam-
félaginu og oft töluðu heyrandi táknmál sín á milli þó enginn heyrnar-
laus væri til staðar. Aðgreiningin var engin. Þetta kom berlega í ljós þeg-
ar Groce riþaði upp gamla tíma með þeim sem búið höfðu lengi á
eyjunni. Margir mundu einfaldlega ekki hverjir voru heyrnarlausir og
hverjir ekki, munurinn á heyrandi og heyrnarlausum var því ekki meiri
en munurinn á ljóshærðum og dökkhærðum. Groce (bls. 5) spyr einn
íbúa eyjarinnar um þá einstaklinga sem voru fatlaðir vegna heyrnarleys-
isins og fær þau svör að þetta fólk hafi ekki verið fadað, bara heyrnar-
laust. Samfélagið á Martha’s Vineyard er því dæmi um samfélag sem hef-
ur jákvæð viðhorf til táknmáls og heyrnarlausra og þar sem slík viðhorf
ríkja standa heyrnarlausir jafhfætis heyrandi.
Viðhorf heymarlausra
Það eru ekki aðeins viðhorf heyrandi til táknmáls sem skipta máli held-
ur einnig viðhorf heymarlausra sjálfra. Kannapell’0 kannaði viðhorf
heyrnarlausra (döff og heymarskertra51) háskólanema til ASL og leiddi
sú könnun í ljós að margir þeirra álitu ensku „betra“ mál en ASL. Sam-
kvæmt Kannapell er oft litið framhjá því að viðhorf nemenda til döff
menningar annars vegar og bandarískrar menningar (hinnar ríkjandi
49 Sama rit, bls. 3.
50 Barbara Kannapell, ,An Examination of Deaf College Students’ Attitudes toward
ASL and English“, The Sociolingiiistics of the Deaf Community, ritstj. Ceil Lucas,
London: Academic Press, 1989, bls. 191-210.
51 I þessum kafla verður orðið „döfP‘ notað til að vísa til þeirra sem telja sig tdlheyra
táknmálssamfélaginu og hafa táknmál sem fyrsta mál, andstætt „heymarskerturri*
sem eru þeir sem ekki endilega hafa táknmál sem sitt fyrsta mál.
99