Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 110
HANNA ÓLADÓTTIR
Þó að opinber málstefna sé ekki til sem opinbert skjal hafa verið gerðar
tilraunir til að lýsa því hver íslensk málsteíha sé og falla hugmyndir
Benedikts um stefnuna vel að þeim. Ein slík lýsing birtist til að mynda í
bókinni Mál og sa?)ifélag sem út kom 1988. Þar er fjallað um stefhuna á
eftirfarandi hátt:
Islendingar hafa sett sér það mark að varðveita tungu sína og
efla hana. Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við að halda
órofhu samhengi í máh frá kynslóð til kynslóðar, einkum að
gæta þess að ekki fari forgörðum þau tengsl sem verið hafa og
eru enn milli hfandi máls og bókmennta allt frá upphafi ritald-
ar. Með eflingu tungunnar er einkum átt við að auðga orða-
forðann svo að ávallt verði unnt að tala og skrifa á íslensku mn
hvað sem er, enn fremur að treysta kunnáttu í meðferð tung-
unnar og styrkja trú á gildi hennar.2
Opinber málstefha hefur því að miklum hluta fahst í því að „varðveita“
og „efla“ það viðmið málsins sem á sér fyrirmjmd í fornmálinu.’ Að svo
gamalt viðmið skuli hafa verið lagt til grundvallar hér á landi má vafa-
laust skýra með þeirri vitundaivakningu um sameiningarmátt tungu-
málsins sem varð til í kringum sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Þau viðhorf
til tungumálsins sem þá kviknuðu meðal Islendinga hafa verið afar
lífseig. En hversu sterk eru þau nú á dögum þegar sjálfstæði þjóðarinn-
ar er tekið sem gefið og alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja er daglegt
brauð með tilheyrandi enskunotkun? Ætla má að samband íslensku við
ensku sé með allt öðrrnn hætti nú en samband íslensku og dönsku var á
sínum tíma. Viðhorfið til ensku er að öllum líkindum mun jákvæðara en
viðhorfið var til dönsku. Gera má ráð fyrir að það hafi eitthvað að segja
í viðhorfum manna til íslensku.
I þessari grein verður sýnt ffarn á að viðhorf sem ætla má að hafi
kviknað meðal Islendinga á tímum sjálfstæðisbaráttunnar sé enn að finna
í nútímasamfélagi og liti hugmyndir þeirra og valdi jafnvel ákveðinni
togstreitu í afstöðu þeirra til móðurmálsins. Stuðst verður við gögn úr
: Indriði Gíslason, Baldur Jónsson, Guðmundur B. Kristmundsson og Höskuldur
Þráinsson, Mál ogsamfélag. Um málnotkun og máhtefru, Reykjavík: Iðunn, 1988, bls.
53.
3 Kristján Amason, „Islenska og enska: Vísir að greiningu á málvistkerfi“, Ritið
2/2005, bls. 99-140, bls. 103.
108