Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 112
HANNA ÓLADÓTTIR
og mótað viðhorf þeirra til tungumálsins og opinbera umræðu (kafli 2).
Meginefni greinarinnar (kafli 3) fjallar svo um viðhorf viðmælendanna
24 til tungumálsins. Fyrst má þar nefna hvemig þeir tengja tungumálið
við þjóðemið (kafli 3.1), síðan viðhorf þeima til nýyrða (kafli 3.2) og að
lokum hvað þeir segja um hreintungustefhu (kafli 3.3). I lok greinarinn-
ar (kafla 4) em svo niðurstöður dregnar saman þar sem metið er hvort
og þá hvemig hugmyndir frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar birtast og hta
málflutning viðmælendanna.
2. Hlutverk tungumálsins í sjálfstæöisbaráttunni
Á tímum sjálfstæðisbaráttu íslendinga lék tungan lykilhlutverk bæði sem
vopn í baráttunni og ekki síður til að efla þjóðarvitundina. I bókinni Is-
lensk málhrúnsun fjallar Kjartan G. Ottósson um hvaða hlutverki tungan
tók að gegna á tímabilinu frá miðri 19. öld til upphafs 20. aldar. Þar seg-
ir hann:
Sú sjálfstæðisbarátta, sem var í algleymingi á tímabilinu, hafði
þau áhrif á viðhorf almennings til tungunnar að það tómlæti,
sem víða hafði gætt, vék fyrir brennandi áhuga. Þjóðinni varð
ljóst að tungan gegndi mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbarátt-
unni og taldi það skyldu sína að hlúa sem best að henni. Tung-
an var talin vera það sem framar öðm gerði Islendinga að sér-
stakri þjóð með ákveðin þjóðréttindi, auk þess sem hún var á
vissan hátt lifandi vottur um forna frægð og hvatti þannig sam-
tímamenn til dáða.7
Tákngildi tungumálsins varð með öðrum orðum mjög mikið á þessum
tíma. Tungan varð aðalsameiningartákn þjóðarinnar. En það skipti máli
hverrar gerðar hún var:
Jafhframt var því haldið á lofti sem almennu lögmáli að ástand
tungunnar fylgdi ástandi þjóðarinnar yfirleitt. Þegar málið
væri í blóma væri þjóðin það líka, en hnignun móðturmálsins
7 Kjartan G. Ottósson, íslensk málhreinsun. Sögulegt yfhiit, Rit íslenskrar málnefndar
6, Reykjavík: íslensk málnefnd, 1990, bls. 76. Kjartan styðst þarna við skrif nokkurra
manna um miðja 19. öld, Sigurðar Melsteðs, Jóns Guðmundssonar og Sigurðar L.
Jónassonar, sem skrifuðu í Ný félagsrit, og Þórðar Jónassen sem skrifaði í Reykja-
víkurpóstinn.
IIO