Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 113
ÉG ÞARF ENGIN FORNRIT TIL AÐ VITA AÐ ÉG ER ÍSLENDINGUR
hefði jafrian verið samfara afturför þjóðarinnar sjálífar í hvers
kyns framtaki og ffjálsræði. I samræmi við þetta var það talið
eðlilegt að þjóð sem væri að vakna til vitundar vildi leggja alla
stund á að bæta mál sitt og gera það sem þjóðlegast, og leitaði
þá helst fyrirmynda til þess tíma er málið stóð í mestum
blóma.8
Þjóðlegri varð tungan eftir því sem hún fór nær máli fornsagna og þar af
leiðandi því máli sem álitið var að talað hefði verið á þjóðveldisöld.
Tengshn við fombókmenntimar vom því mikilvæg í þessu sambandi;
þær máttu ekki verða Islendingum óskiljanlegar. Leitast var við að fyrna
málið svo að bihð milli þess máls sem notað var á „gullaldartíma“ þjóð-
arinnar og nútímamálsins yrði sem minnst.9 Fomar beygingar vom til að
mynda endurlífgaðar. Þar má nefna beygingu ákveðinna karlkynsnafri-
orða eins og læknir og hellir (svokallaðir ija-stofriar) sem í kringum 1800
höfðu stofnlægt r í gegnum alla beyginguna (t.d. ef.et. læknirs, nf.ft.
læknirar) þar sem áður hafði ekkert r verið. Kveikjan að endurreisn
gömlu beygingarinnar (ef.et. læknis, nt.ft. læknar) vom skrif Konráðs
Gíslasonar 1845 í Fjölni en hann talar mjög fyrir gömlu beygingunni
sem hann telur mun fegurri, sérstaklega í fleirtölu.10 Með tímanum varð
gamla endurlífgaða beygingin ráðandi og er enn þó að hin beygingin
hafi aldrei alveg horfið. Annað dæmi er miðmyndarendingin -umst í
l.p.ft., t.d. hittumst, sjáumst, sem nú er almenn í málinu. Hún var horfin
úr máhnu í kringum 1500 en var fyrst endurvakin af Arna Magnússym
um 1700 og vann verulega á frá því um 1800 á kostnað yngri endingar-
innar -ustum, dæmi hittustum, sjáustum, sem heyrist mun sjaldnar.11
Ohætt er að segja að fortíðarrómantík hafi verið allsráðandi í þessum
efuum. Það sem var eldra var uppmnalegra og þar af leiðandi betra.
Breytingar á tungumálinu vom því taldar merki um hnignun.
Fymingar gætti þó ekki aðeins í beygingum heldur komu slíkar hug-
myndir sterkt ffam í umræðu um stafsetningu, þar sem tvö sjónarmið
8
9
10
íi
Sama rit, bls. 76.
Kjartan G. Ottósson, „An Archaising Aspect of Icelandic Purism: The Revival
Extinct Morphological Pattems", The Nordic Langnages and Modem Linguistics
ritstj. Pirkko Lilius og Mirja Saari, 1987, bls. 311-324, bls. 312.
Sama rit, bls. 314.
Sama rit, bls. 315.
of
6,
iii