Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 114
HANNA OLADOTTIR
tókust á, upprunasjónarmið og framburðarsjónarmið.1- Rasmus Kristian
Rask hafði mikil áhrif í þessum efnum en hann mælti mjög fyrir upp-
runasjónarmiðinu og í ritreglum í bók sinni Lestrarkver handa heldri
manna börnnm árið 1830 lagði hann grundvöllinn að því sem byggt var
á síðar í stafsetningarmálum.13
Þjóðernisvakningin gaf hreintungustefhunni byr undir báða vængi.14
A þeim tíma voru það helst dönsk áhrif sem „hreinsa“ skyldi úr málinu.
Ef tala þurfti um ný fyrirbæri var gripið til þess að mynda ný orð úr inn-
lendum orðstofhum en mun síðttr að laga erlend orð að íslensku, hvað
þá að taka orð lítið breytt eða óbreytt inn í málið úr öðrum málurn, en
slíkt nefhdi Halldór Halldórsson hrátungustefnu og taldi reyndar að
hefði aldrei átt upp á pallborðið hjá Islendingum.15 Þó að tökuorð sé
vissulega að finna í málinu hefur nýyrðastefrian haft að leiðarljósi að
forðast þau. Til marks um það má nefha að aldrei hafa verið lagðar lín-
ur um það hvernig stafsetja megi erlend orð sem koma inn í málið, ólíkt
til að mynda hefðinni í Noregi.16 Það hefur líka, ef marka má orð Ara
Páls Kristinssonar, verið hluti af nýyrðastefnunni að forðast aðlögun er-
lendra orða og gæta þess að þau skæru sig svo frá íslenskum orðum að
nýyrði yrðu frekar fyrir valinu meðal almennra málnotenda.17 Sönn ís-
lenska var hrein íslenska.
Þegar tungumálið hefur öðlast svo sterkt tákngildi sem hér hefur ver-
ið lýst kemur ekki á óvart að fólk fari að líta á það sem hlut og það fari
líkt og að lifa sjálfstæðu lífi. Margir hafa lýst þessari „hlutadýrkun“, til að
mynda Gísli Pálsson sem „segir að í hugum Islendinga sé tungan eins-
12 Anna Sigríður Þráinsdóttir, „Saga íslenskra stafsetningarreglna", Hrafiiaping 3/2006,
bls. 33-46.
13 Jón Aðalsteinn Jónsson, „Agrip af sögu íslenzkrar stafsetningar“, Islenzk tunga
1/1959, bls. 71-119, bls. 77.
14 Halldór Halldórsson, „Nýgervingar ffá síðari öldum“, Þættir um íslenskt mál,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1964, bls. 134—157, bls. 141.
15 Halldór Halldórsson, „Þörf á nýyrðum og sigurlíkur þeirra", Móðurmálið. Fjórtán
erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum, ritstj. Olafur Halldórsson, Reykja-
vík: Vísindafélag íslendinga, 1987, bls. 93-98, bls. 94.
16 Helge Sandoy, „Norvagisering og fornorsking“, „Det frám?nande“ i nordisk spi'ák-
politik. Om no?~me?-ing av utlándske ord, ritstj. Helge Sandoy og Jan-Ola Östman,
Osló: Novus forlag, 2004, bls. 107-141.
17 Ari Páll Kristinsson, „Offisiell normering av importord i islandsk“, „Detfrá??t??ui??de“
i nordisk sprákpolitik. 0?n normeringav utlándske ord, bls. 30-70, bls. 44.
112