Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 120
HANNA OLADOTTIR
Sem mótvægi við þessar hugmyndir um hlutgeningu og tákngildi
tungumálsins er fróðlegt að sýna hugnundir sem Benedikt setur fram
um tungumálið.
Benedikt: Norðurlandabúar eru svona hjátrúarfullir, eins og Islendingar, halda
að ef þeir leggi ekki áherslu á máhð að þá missi þeir manngildi og menningu
og allt fari í handaskolum. Og það komi héma ... Uppgötva það að við erum
ekkert merkilegra fólk og bara heimsborgarar eins og alhr hinir. [...] Eg hef
trú á því að ef þú sleppir fortíðinni (mm) að þá sé maðurinn hæfur til að búa
til ný gildi og mál sem að í rauninni endurspeglar þann raunveruleika sem
þú hfir í núna, ekki það sem var að gerast fyrir 200 árum. Þetta er ákveðinn
ótti, sterkur í íslensku þjóðemi, eitthvað í Norðurlandaþjóðunum, að ef þú
sleppir því sem er gamalt að þá eigir þú ekki neitt. [...] Eina verðmætið í
svona málum finnst mér vera eins og þegar maður lærir sanskrít sko að það
endurspeglar hvemig menn upphfðu heiminn fyrir 100 árum eða 1000
árum. Það em orð sem lýsa upphfun sem við höfum ekki í dag. [...] Ja, sko,
íslenskan í mínum huga hefur ekkert gildi í sjálfu sér, eingöngu í samhengi
við það fólk sem vill nota hana, með fullri tirðingu huir gamla fóhdnu.
Benedikt talar greinilega gegn þeim hugmyndum sem eiga rætur sínar
að rekja til sjálfstæðisbaráttunnar og vitnað var til hér að framan mn
tengslin á milli ástands tungunnar við ástand þjóðarinnar \dirleitt. Bene-
dikt virðist leggja meira upp úr notagildi tungumálsins, að það endur-
spegli þann raunveruleika sem við lifum í núna, en gefur h'tið fyrir tákn-
gildi þess og hugsanlega tengingu við fortíðina. Hann afneitar því allri
fortíðarrómantík.
Eins og sjá má af þessari umfjöllun eru yfirleitt sterk tengsl í hugum
viðmælendanna á milli íslenskrar tungu og íslensks þjóðernis; að nær
allra mati er það íslensk tunga sem helst gerir Islendinga að þjóð. I því
sambandi leynist fortíðarrómantíkin víða í hugskoti viðmælendanna því
að mikilvægi fombókmenntanna kemur ffam hjá nokkrum þeirra. Að-
eins örlar þó á andstæðri skoðun meðal viðmælendanna, að það sé ekki
endilega út af fombókmenntunum sem fólk finni til þjóðerniskenndar
og vilji tala íslensku.
ii8