Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 121
ÉG ÞARF ENGIN FORNRIT TIL AÐ VITA AÐ ÉG ER ÍSLENDINGUR
3.2 Viðhorf til nýyrða
Eins og fram hefur komið urðu þær hugmyndir mjög ríkjandi í sjálfstæð-
isbaráttunni að það mál sem hinni sjálfstæðu þjóð bæri að tala skyldi vera
sem þjóðlegast. Hlutd af þeirri afstöðu var að losa málið undan dönskum
áhrifum, sem var auðvitað mjög táknrænt í ljósi þess að Islendingar vildu
sjálfstæði frá Dönum. Nú á tímum gera fáir mikið úr dönskum áhrifum
á íslensku þó að þau sé víða að finna í málinu án þess að almenningur átti
sig á því, að hluta til vegna þverrandi dönskukunnáttu og vel aðlagaðra
danskra tökuorða. Líkast til telja til dæmis fáir það til danskra áhrifa að
segja „hvemig hefurðu það?“ eða „fyrir fimm árum síðan“. Líklega er
það helst sögnina ske sem hefur á sér dönskustimpil nú orðið, að minnsta
kosti meðal yngra fólks.
Um árabil hefur aftur á móti mikið verið talað um áhrif frá ensku í
gegnum engilsaxneska dægurmenningu og viðskipta- og tölvumál. Ekki
eru íslendingar í sjálfstæðisbaráttu nú á dögum líkt og þegar danskan var
fordæmd og einangrun landsins minnkar með degi hverjum. A meðan
dönskukunnátta þjóðarinnar verður sífellt minni eykst enskuþekkingin
að sama skapi. Alþjóðavæðingin ýtir undir þá tilfinningu hjá fólki að
enskan sé mikilvæg. Með auknum áhrifum og auknu mikilvægi enskunn-
ar má spyrja sig hvernig íslenskunni reiði af. Er það til að mynda ríkt í
huga fólks að vernda og efla íslenskuna?
Þegar litdð er tdl orða nokkurra ydirmanna í viðmælendahópi rann-
sóknarinnar, sem flestir eiga í miklum samskiptum við útlönd, kemur í
ljós að þeir eiga ekki allir jafnauðvelt með að samræma verndun íslensku
við mikilvægi enskunotkunar, þó að öllum finnist að slíkt ætti að gera.
Atli: Sko, ég vil halda vörð um íslenskuna en samt að við séum fljúgandi fær í
hinu alþjóða.
Baldur: Þó að við séum að vinna á ensku þá finnst mér við þurfa að eiga orð yfir
síma og borð og hlustunarpípu og sírita. [...] Eg vil vera íhaldssamur á sum-
um sviðum en ég vil vera mjög lítið íhaldssamur á öðrum sviðum. Mér fynd-
ist til dæmis fáránlegt að kenna ekki bara hagffæðina á ensku ef það er talið
henta betur.
Björg: Maður vill halda í tungumálið og allt það en auðvitað finnst manni líka
að það eigi að vera víðsýni í gangi og annað slíkt þannig að þetta er svolítið
svona ... það skarast þarna tveir pólar hjá mér.
Ari: Það er rosalega auðvelt að snúa manni í hringi í þessu, [...] mín almenna
skoðun er bara burt með íslensku, bara ensku yfir allt en svo þegar maður