Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 127
ÉG ÞARF ENGIN FORNRIT TIL AÐ VITA AÐ ÉG ER ÍSLENDINGUR
Axel: Ekkert æðislega spennandi orð fyrir dömurnar þegar þær fara að biðja um
hiíðmjólk. [...] Þama ertu komin með svolítið svona orð [:mjðlkurhristingur]
sem er ekki nógu svalt.
Karl: Pítsa, ókei það er úlflatbaka. Flatbaka er svona kjánalegt orð.
Þessar skýringar eru eftdrtektarverðar. Ekki endilega efni þeirra, þó að
það megi vissulega velta því fyrir sér, heldur hvatinn sem ætla má að liggi
að baki þeim. Það að viðmælendurnir skuli finna sig knúna til að skýra
af hverju þeir noti ekki ákveðin nýyrði er áhugavert í sjálfu sér. Það er
greinilegt að málræktarhefð Islendinga, sem felur í sér myndun nýyrða
til að svara erlendum áhrifum, er viðmælendunum ofarlega í huga. Við-
mælendurnir leitast við að skýra hvers vegna þeir fylgja ekki alltaf þeirri
hefð sem þeir hafa orðið fyrir áhrifum frá, til að mynda í skóla eða af
umræðum í þjóðfélaginu, og noti ekki sum nýyrðin. Þeir eru annars veg-
ar að afsaka sig en á hinn bóginn að agnúast út í eða kvarta yfir því að
ekki skuli vera mynduð betri nýyrði sem þeir gætu hugsað sér að nota og
fylgja þannig hefðinni og vernda íslenskuna.
Það var líka þannig að þegar viðmælendumir voru beðnir um að
bregðast við fullyrðingunni „Það á að búa til ný íslensk orð í staðinn fyr-
ir ensku orðin sem koma inn í málið“ var mikill meirihluti sammála því,
eða 18 af 24, einn var hvorki sammála né ósammála og fimm voru ósam-
mála. Þeir sem voru ósammála voru þó ekki á móti því að búin væru til
ný íslensk orð heldur fannst þeim spurningin fullsterkt orðuð, með öðr-
um orðum fannst þeim að alveg mætti búa til ný orð en ekki að endilega
ætti að gera það. Þarna gætir þeirrar andúðar á forræðishyggju sem áður
hefur verið nefhd. Þó er óhætt að segja að nokkuð almennt fylgi sé með-
al viðmælendanna við myndun nýyrða þó að ekki séu allir eins afdráttar-
lausir í þeirri skoðun.
Niðurstaðan hér er því sú að viðmælendurnir séu allmiklir nýyrða-
sinnar. Mikill meirihluti þeirra er fylgjandi myndun nýyrða og allir segj-
ast þeir stoltir af góðum nýyrðum. Sömuleiðis eru þeir á því að það eigi
frekar að nota þau en ensk samkeppnisorð, stórum hluta finnst það
meira að segja sjálfsagt í þeim tilvikum þegar enska orðið er algengara í
málinu en það íslenska. Á hinn bóginn benda allir viðmælendurnir á ný-
yrði sem þeir finna allt til foráttu til að skýra hvers vegna þeir noti þau
ekki. Það má því segja að viðmælendumir séu fylgjandi nýyrðahefðinni
og vilja ekki að hún sé aflögð en eru ekki tilbúnir til að nota hvaða ný-
yrði sem er.
I25