Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 128
HANNA ÓLADÓTTIR
33 Viðhoiftil hreintungustefnu
Eins og fram kemur hér að framan er myndrrn nýyrða kjami hreintungu-
stefhunnar og þar sem viðmælendumir em augljóslega stuðningsmemi
nýyrðamyndunar er vert að velta því fyrir sér hversu hreintungusinnað-
ir þeir séu. Þess ber þó að geta að það er vel hægt að vera fylgjandi
myndun nýyrða án þess að styðja málhreinsun. Kristján Amason hefur
bent á að ekki sé ástæða til að tengja nýyrðamyndun Islendinga beint við
þjóðernishyggju og kalla hana hreintungustefhu. Myndun nýyrða sé ein-
faldlega ákveðin orðmyndunarhefð sem hér á landi megi rekja aftur tdl
miðalda. Það var seinna sem þjóðernishugmyndir tengdar sjálfstæðisbar-
áttunni gáfu hreintungustefnu byr undir báða vængi.31 Með öðnun orð-
um það er ekki sjálfgefið að nýyrðastefna feli í sér hreintungustefhu. En
hvað segja viðmælendurnir?
Ein af skriflegu spurningunum sem lagðar vom fyrir viðmælendurna
snerist um hreintungustefiiu. Hún hljóðaði svo: „Hver er afstaða þín til
hreintungustefhu (=það að leitast sé við að halda málinu „hreinu“ fyrir
utanaðkomandi áhrifum)?“ Svörin við þessari spurningu vom mun fjöl-
breytilegri en við spurningunni um myndun nýrra íslenskra orða, sem
fjallað var um hér á undan. Það er ekki úr vegi að bera dreifingu svar-
anna við þessum tveimur spumingum saman, eins og gert er í töflu 2.
Eins og sést í töflu 2 bregðast allnokkuð færri jákvætt við spurning-
unni um hreintungustefhuna en um myndun nýrra íslenskra orða eða 12
á móti 18. Fleiri segjast hvorki sammála né ósammála, eða fjórir á móti
einum, og aðeins fleiri em neikvæðir, eða fimm á móti átta. Það má því
hugsanlega draga þá ályktun að skilningur viðmælendanna sé ekki endi-
lega sá að það felist hreintungustefha í þH að búa til ný íslensk orð. Slíkt
kom t.d. ffarn í máli Berglindar, sem var sammála því að það ætti að búa
til ný orð en var neikvæð gagnvart hreintungustefhunni:
Berglind: Já, mér finnst það vera svona ýktara heldur en að segja að maður sé
með ... að maður sé fylgjandi að það séu þýdd orð. Mér finnst það ekki al-
veg það sama.
Þrír viðmælendur vom auk þess spurðir hvort þeir teldu að þetta væri sú
stefha sem fylgt væri hérlendis og svömðu þeir neitandi, að minnsta
kosti ætti það ekki við lengur.
31 Kristján Árnason, „Ávora tungu“, Skírnir 178/2004, bls. 375M04, bls. 402.
126