Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 143
Myndasyrpan að þessu sinni er eftir Onnu Jóa. Syrpan er í senn sjálfstætt
verk og afleidd mynd „glímugjörnings“ (í formi ljósmyndaskráningar)
Önnu sem fluttur var 6. október árið 2000 í skini ljóskastara sem lýsa
upp framhlið Aðalbyggingar Háskóla Islands.
Tilefnið var ráðstefna IETM (Informal European Theatre Meeting)
í Reykja\ok 5.-8. október 2000 en samtökin beina sjónum að nýsköpun í
sviðslistum í tengslum \dð samruna hstforma og listræna samvinnu.
Glímugjörningurinn var rdðburður á dagskrá ráðstefnunnar og var
hugmynd Önnu sú að þar gætd skapast samræða ólíkra forma: Glímunn-
ar - hinnar fornu þjóðaríþróttar, byggingarlistar, hreyfilistar (ekki síst
dansins) og gjörningsins sem tjáningarforms myndlistarinnar.
Anna leitaði liðsinnis glímumanna úr Glímufélaginu Armanni, sem
fagnar 120 ára afmæli sínu á næsta ári, og var flutningurinn skipulagður
í samstarfi við Hörð Gunnarsson, glímu- og stjórnarmann, og nokkra
valinkunna glímumenn sem glímdu fýrir framan fjóra ljóskastara svo að
skuggamyndir vörpuðust á framhlið aðalbyggingar Háskólans. Anna tók
ljósmyndir af gjörningnum.
Markmiðið með skuggamyndunum var að draga athygli að fagur-
fræði þessarar sérstæðu hreyfingar, og bregða þannig nýju ljósi á
glímuna, og jafnframt að skírskota til menningararfsins. Listamaðurinn
hafði í huga sýn húsameistarans Guðjóns Samúelssonar á framhlið Há-
skóla Islands sem hamraborg og taldi bygginguna því kjörna sem tákn-
ræna „sviðsmynd“ eða umgjörð fyrir gjörninginn. Skuggamyndirnar
minna á óræðar verur á borð við álfa eða tröll og vísar glíman í því sam-
hengi tdl átaka við náttúruöflin. Gjörningurinn er meðal annars hugsað-
ur sem óður til genginna ktmslóða. Háskólabyggingin er einnig tákn-
mtmd menntunar og vísinda - og þeirrar andlegu glímu sem fram fer
innan vébanda skólans.
Glíman er ekki í sama sviðsljósinu og áður fýrr, en hún hefur búið um
sig í tungumálinu - þar er „glímt um“ margvíslega hlutd. Ríkulegt tungu-
tak hennar hefur ratað inn í almenna málnotkun: Við beitum „króki á
mótd bragði“ (sbr. glímubragðið hælkrók), tölum um „bræðrabyltu“ og
„glímuskjálfta“ og iðulega er „glímt við“ hin ýmsu vandamál og við-
fangsefni; síðast en ekki síst þarf hver og einn að glíma við sjálfan sig.