Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Side 148
SIGURÐUR PÉTURSSON
þeim hafi borist til eyrna eitt og annað úr smiðju húmanista sem þá voru
farnir að kveðja sér hljóðs víða um Mið- og Norður-Evrópu, þótt ógern-
ingur sé vissulega að segja hversu náin kynni þessir Islendingar kumii að
hafa haft af þessum nýju menningarstraumum. Sé þeim bromm sem við
höfum um lífssögu þessara manna raðað saman birtist okkur hins vegar
áhugaverð mynd, sem er að vísu nokkuð þokukennd, af menntalífi og
samfélagi lærðra manna í Skálholti um aldamótin 1500 sem virðist ekki
vera alveg eins neikvæð og sú sem seinni tíma menn oft bregða upp.
Lítið er vitað um hvernig ástatt var á Hólum á þessum áramgum og
ekki era til heimildir um að æðstu menn kirkjunnar í því biskupsdæmi
hafi menntast armars staðar en á Islandi eða í Noregi enda sám norsk-
ættaðir biskupar á Hólum svo að áratugum skipti. Mikil samskipti vora
milli þessara landa og er ekki óeðlilegt að æda að svo hafi einnig verið á
menntasviðinu. Lítið er þó vitað um slíkt fyrir 1500 og hafa ber í huga
að húmanismi hefirr varla borist til Noregs að nokkra ráði fyrr en á sex-
tándu öld. Einn maður norðan íjalla, Einar Benediktsson (um 1446-
1524), prestur á Skinnastað og síðar ábóti á Munkaþverá, er talinn hafa
verið vel lærður í latínu enda mun hann hafa haldið einhvers konar skóla
en hvar hann hafði hlotið menntun sína er ekki vitað. Mennmnarað-
stæður virðast því ekki hafa verið þær bestu norðanlands, þótt visstdega
megi ætla að stöku maður hafi kunnað eitthvað í latínu eða að minnsta
kosti Dónatinn sem líklega hefur verið nokkurs konar safh lameskra
beygingadæma án ítarlegrar málffæði.10
Sé athyglinni beint að latínukunnáttu þeirra sem fæddir vora á fyrstu
áratugum 16. aldar verða heimildir eilítið fjölskrúðugri og traustari, þótt
eim sé margt á huldu um raunveralegt ástand mála. Olafur Hjaltason
(um 1500-1569), fyrsti lútherski biskupinn á Hólum, var sagður hafa
10 „Fragmentum tdstoriæ Johannis Arii episcopi Holensis", bls. 428. Aelius Donatus
(um 400) var þekktur málfræðingur og voru rit hans mildð notuð til latínukennslu á
miðöldum, einkum sú útgáfa málfræði hans sem nefhdist Ars minor. Þegar talað var
um Dónatinn hefur sennilega oftast verið átt einungis við Ars vúnor. Sú notkun
orðsins var greinilega ríkjandi á 18. öld eins og sjá má af bók þeirri sem Jón Arnason
Skálholtsbiskup lét prenta í Kaupmannahöfn árið 1733 og bar heitið Donatus, Hoc
est: Paradigmata Partium Orationis Latino-Islandica (Dánatus, Það er Beygingadæmi
orðflokka d latínu og íslensku) og eru 150 síður af 160 helgaðar beygingadæmum. Sjá:
Sigurður Pétursson, „Studiet af latinsk grammatik i Island“, Studies in the Develop-
ment of Linguistics in Denmark, Finland, Iceland, Noi~way and Sweden, ritstj. Carol
Henriksen o. fl., Osló: Novus Forlag, 1996, bls. 274—296, hér bls. 283-284.
146