Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 150
SIGURÐUR PÉTURSSON
mörgum áhrifamiklum húmanistum þess tíma má neína Johannes Reuch-
lin (1455- 1522), Rudolf Agricola (1443-1485), Erasmus frá Rotterdam
(1466-1536), sem allir höfðu dvalist lengi á Italíu og ferðuðust síðar riða
um Evrópu, Thomas More (1478-1535), einn fyrsta húmanistann á
Englandi, Spánverjann Juan Luis \dves (1492-1540), sem starfaði rneðal
annars bæði á Englandi og í Niðurlöndum, og Phihpp Melanchthon
(1497-1560), sem var náinn samstarfsmaður Alarteins Lúther (1483-
1546) og dvaldist lengst af í Wlttenberg. Þótt kjarni húmanismans,
vakning klassískrar mermingar og breytt viðhorf til mannsins sem shks,
væri ætíð sá sami fór ekki hjá því að áherslur gátu breyst bæði eftir
tímaskeiðum og aðstæðum en það kom ekki að sök þar sem húman-
isminn rúmaði marga ólíka þætti innan sinna vébanda. Hin klassíska
menning var ítölskum húmanistum nærtæk og hvatti þá til dænús mjög
til að sinna eigin sögu og menrúngu sem birtist í mörgum merkmn og
fjölbreyttum ritverkum. Lærdómsmemi á Italíu sinntu vissulega kennslu
í húmanískum ffæðum af mikilli natni en þessi þáttur var hins vegar varla
eins áberandi og í hinum þýska húmanisma. Melanchthon, sem nefhdur
var kennari Þýskalands, Praeceptor Germaniae, mótaði húmanískt
skólakerfi sem byggðist á því að tileinka sér hinn klassíska menningararf
og gildi hans með því að leggja stund á fornmálin latínu og grísku. Þetta
kerfi breiddist út um Þýskaland og Norðurlönd meðal annars með sið-
breytingu Lúthers þar sem það var hluti af kirkjuskipan Kristjáns III
(1503-1559) Danakonungs, sem fyrst var kynnt Islendingum árið 1538
þótt erfiðlega gengi að ffamfylgja henni fyrstu árin. Menntakerfi
Melanchthons átti eftir að hafa ómæld áhrif víða í álfunni og leiddi með-
al annars til þess að samræmi skapaðist á sviði menntamála á stórum
svæðum og gerði til dæmis íslenskum og erlendum lærdómsmönnum
kleift að sldptast á skoðunum bæði í orði og riti á sameiginlegu tungu-
máh, latínu. Bestu heimildir um aukna latínukurmáttu íslenskra mennta-
manna á fyrri hluta 16. aldar er tvímælalaust að fiirna í bréfabók Gissurar
Einarssonar (um 1512-1548), fyrsta lútherska biskupsins í Skálholti. I
bréfabókinni eru tíu bréf sem Gissur skrifaði á latínu á árunum 1532 til
1547. Þetta er ekki mikill fjöldi bréfa og innihald þeirra er á köfhim
frekar rýrt en þau eru engu að síður merkileg ffá ýmsum sjónarhornum.
I fyrsta lagi skal þess getið að allir viðtakendur voru Islendingar og er
það mjög í anda húmanismans að lærðir menn sem töluðu sömu tungu
kusu að skiptast á bréfum á latínu hvert sem umræðuefhið var. Tvö
148