Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 153
Á SLÓÐ HÚMANISTA Á ÍSLANDI
og ljóst er að þeir vinirnir hafi áður skipst á bréfum og að viðtakandi hafi
verið í Skálholti en sé farinn þaðan. Sem fyrr afsakar Gissur hversu lítið
sé um fréttdr og biður viðtakanda að segja sér hvað títt sé en að öðru leyti
er nokkuð erfitt að ráða í orð bréfsins meðal annars vegna þess að texti
virðist nokkuð brenglaður. Onnur bréf Gissurar eru skrifuð efdr að harrn
er orðinn biskup. Lengst þeirra er bréf sem hann skrifar ungum náms-
manni í Kaupmannahöfn, Þorvarði Einarssyni (um 1520 - um 1546),
árið 1543. Voru miklar vonir bundnar við hann eins og fram kemur í
ávarpsorðunum, Studioso boneque spei iuveni Thorvardo Einari?1 Bréf þetta
bregður í senn upp áhrifamikilli mynd af þeirri umhyggju sem biskup
ber fyrir þessum unga manni og þeim erfiðleikum sem Islendingar áttu
við að etja þegar kosta átti menn til náms erlendis. Þær vonir sem bundn-
ar voru við Þorvarð urðu að engu þegar hann lést nokkrum árum síðar
eins og fram kemur í stuttu en uppbyggilegu bréfi sem Gissur skrifar
bróður hans, Marteini Einarssyni, síðar biskupi, árið 15 46.22 Þá eru og
tvö stutt embættisbréf. Annað skrifar Gissur Sigvarði ábóta Halldórssyni
(d. 1550) í Þykkvabæ árið 1545 sem hann biður taka ungan fátækan
dreng til náms og gæti það bent til þess að Sigvarður hafi rekið einhvers
konar skóla í Þykkvabæ. Hitt er ritað Snorra officiabs Hjálmssyni (d.
eftir 1557) árið 1547, að hluta til á íslensku og að hluta á latínu, og er
Snorri þar hvattur til þess að fylgjast með því að prestar hans noti þær
guðsorðabækur sem samþykktar hafi verið.23 Loks er varðveittur kafli úr
bréfi til Odds Gottskálkssonar sem Gissur hefur sent honum árið
1546.24 Af þessum kafla má draga þá ályktun að Oddur hafi efast um
sjálfan sig og eigin getu. Gissur talar til hans af myndugleik kenni-
mannsins en einnig mikilli hlýju. Einkunnarorð kaflans eru, Messis qui-
dem midta operarii pauci, uppskeran er mikil, verkamennirnir fáir. Gissur
hvetur Odd, sem hann ávarpar með orðrmum Oddur minn, mi Otto, tál
að prédika eigin munni, oreproprio. Þannig muni hann best þjóna Guði og
það hafi hann sýnt með ritum sínum og mikilli vinnu. Orðum sínum til
frekari áréttingar minnir Gissur á að Guð krefjist meira af þeim sem
hann hafi gefið mikið, Deus ab eo plus requiret cui multum donavit.
21 Sama rit XI, 232, 1915-1925, bls. 269-270.
22 Sama rit XI, 469, bls. 525.
23 Sama ritXI, 391, 536, bls. 450, 536.
24 Sama rit XI, 468, bls. 524-525.