Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 154
SIGURÐUR PÉTURSSON
Af þeim latnesku sendibréfum sem rimð voru á íslandi um þetta leyti
og varðveitt era verður líklega að telja það bréf marlnurðast sem Þórður
Marteinsson (um 1525-1554), síðar prestur á Breiðabólstað í Fljótsblíð,
skrifaði Peder Palladius (1503-1560) Sjálandsbiskupi 1. júlí 1550 um
yfirgang Jóns Arasonar og handtöku föður síns Marteins Einarssonar
biskups í Skálholti.2-'’ Bréfið er alllangt, skipulega skrifað á mjög góðri
latínu sem ber kunnáttu höfundar glöggt vitni, enda hafði Þórður
stundað nám í Kaupmannahöfh og greinilega kynnst þar Peder Palla-
diusi, einum atk\7æðamesta foringja lúthersku siðbretrmgarinnar í Dan-
mörku og miklum húmanista. I bréfinu rekur Þórður þrótm kirkjumála
á Islandi og biður biskup að veita föður sínum þá aðstoð sem hann geti
og tala máli hans við konung. Hann segir sig vera knúinn til að skrifa
mannúð biskups, tue humanitati scribere coactus sum, og biður hann að
virða sér framhleypnina á betri veg. Peder Palladius hefur eflaust bragð-
ist vel við beiðni Þórðar enda var hér mikið í húfi fyrir framgang sið-
breytingarinnar og vald kommgs.
Séu þessi latínubréf sem skrifuð vora á árunum 1532-1550 skoðuð í
heild sinni má telja þau merkilegan vimisburð um slóð húmamsmans á
Islandi á þessu skeiði. Frá því að Gissur skrifaði bréf sín í Hamborg til
þess að Þórður kallar eftir hjálp Sjálandsbiskups, hafði mikið vatn runnið
til sjávar. Islendingar bárast æ meir með hinum mikla menningarstraumi
húmanismans eins og hann birtist í Norður-Evrópu, og skýrasm merki
þess era líklega aukin latínukunnátta og ýmis störf merkisbera siðbreyt-
ingarinnar sem allir höfðu menntast erlendis á þeim tíma sem húman-
ismi var orðinn ríkjandi. Flestir virðast sammála um það að eitt hreyíiafl
siðbreytingarinnar var húmanisminn. Fylgjendur þeirra stefhu lögðu
ríka áherslu á að komast sem næst fiumheimildunum og leita uppsprett-
anna, adfontes, eins og þeir nefiidu það. Þetta birtist ekki aðeins í með-
ferð heiðinna texta heldur og í rannsóknum á frumtexmm Biblíunnar.
Nefhist sá hluti húmanismans Biblíuhúmanismi (Bibelhmnanismus á
þýsku) og fóra skoðanir ýmissa merkra en ólíkra manna saman á því
sviði, eins og Erasmusar frá Rotterdam, sem hélt tryggð við kaþólska
trú, og siðbreydngarmanna eins og Lúthers og Melanchthons. Því er
Ijóst að húmanismi og siðbreyting áttu samleið á ýmsum sviðum, þó svo
x52
25
Sama ritXI, 663, bls. 787-790.