Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 155
Á SLÓÐ HÚMANISTA Á ÍSLANDI
að siðbreytingar þróuðust með ýmsu móti óháð húmanismanum.26 Allar
þessar hræringar voru mönnum mjög ofarlega í huga í Mið- og Norður-
Evrópu á þessum áratugum og er ekki að efa að stúdentar hafi tekið virk-
an þátt í þeim umræðum sem fram hafa farið. I bréfunum íslensku vott-
ar fyrir nokkurs konar samfélagi lærðra manna sem kynnst höfðu er-
lendum mennta- og menningarstraumum þess tíma og sem reyndu að
halda sambandi sín á milli og beita til þess latneskri tungu á húmanista-
vísu. Þama vom meðal annarra ungir menn sem búast hefði mátt við að
hefðu áorkað meira jafnvel þótt aðstæður væm oft mjög andsnúnar slíkri
menningarviðleitni. Hvers vegna varð ekki meira úr þessum vísi? Al-
mennir erfiðleikar og fjarlægð landsins hafa eflaust vegið þungt en
þyngsta höggið hefur líklega verið þegar að minnsta kosti tveir þessara
manna létust ungir og varð lífsstarf þeirra því stutt. Þótt stöku menn hafi
reynt að stuðla að aukinni menntun er til dæmis ljóst að hörgull var á
hæfum mönnum til að veita latínuskólunum í Skálholti og á Hólum
forstöðu eftir að þeim var komið á fót upp úr 1550.2/
Erfiðleikar við rekstur skólanna vom miklir allt ffarn á sjöunda áratug
aldarinnar. Mikil breyting varð til batnaðar þegar gagnmenntaður mað-
ur sneri aftur til landsins að námi loknu í Kaupmannahöfn. Þetta var
Guðbrandur Þorláksson sem átti eftir að verða einn mesti brautryðjandi
og bakhjarl húmanismans á Islandi næstu sextíu árin. Bestu dæmi kunn-
áttu hans og atorku á sviði mennta á þessum ámm em án efa latínubréf
þau sem hann skrifaði ýmsum valdamönnum danska ríkisins snemma á
biskupsferli sínum. Varðveitt em ellefu bréf skrifuð á ámnum 1571 til
1600 og em flest þeirra rituð á áttunda áratugnum.28 Nokkur em ætluð
veraldlegum valdsmönnum eins og Jóhanni Bochholt höfuðsmanni á
Bessastöðum en fyrirferðamest em bréfin til Pouls Madsen (1527-1590)
Sjálandsbiskups. I öllum bréfunum er fjallað um fagleg málefhi sem
snerta biskupsembættið, skólahald og prentverk svo að eitthvað sé nefnt.
26 Alister McGrath, The Intellectiial Origins of the European Reformation, Oxford: Black-
well, 1987, bls. 32-b8.
2' Sigurður Pétursson, „Latin Teaching in Iceland after the Reformation“, Refortnation
and Latin Literature in Northern Europe, ritstj. Inger Ekrem, Minna Skafte Jensen og
Egil Kraggerud, Osló: Scandinavian University Press, 1996, bls. 106-122.
28 Guðbrandur Þorláksson, Bréfabók Guðbrands byskups Þorldkssonar, Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 1919-1942, bls. 32, 40M2, 75-81, 124-125, 158-159,
160-164, 164-165, 288-292, 297-298, 480-482, 521.
153