Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Page 159
Á SLÓÐ HÚMANISTA Á ÍSLANDI
menn á sinni tíð en lögðu einnig mikla rækt við menntir og skáldskap.
Magnús sýndi húmanísk áhrif í tjölþættum ritstörfum sínum og hermt er
að Páll hafi kunnað latínu.35 Sjálfur kveðst Páll í bréfi sem hann ritaði
Guðbrandi Þorlákssyni seint á 16. öld senda Halldóru (1574-1658) bisk-
upsdóttur ýmsan kveðskap eftir sig, þar á meðal „nockr stycki af nyrri
kynmngu Doctors Nicolai Machiavelli Florentini, hvers heila practicam
eg hefi fyrir fáum árum oc med vísum begripit.“36 Hér er greinilega átt
við ítalska stjórnmálaheimspekinginn og húmanistann Niccolö
Machiavelli (1469-1527) sem þekktastur er fyrir rit sitt um furstann, II
principe, og er ekki ósennilegt að Páll hafi lesið það og lagt út af því, þótt
ekki verði það sagt með vissu.
Blómaskeið húmanisma á Islandi hafið
Ljóst er að þegar á 16. öldina leið efldist latínukunnáta íslendinga veru-
lega, þótt enn væri fjarri lagi að allir prestar og aðrir lærdómsmenn væru
vel að sér í latínu. Sífellt fjölgaði þó þeim sem aflað höfðu sér haldgóðrar
menntunar erlendis og er greinilegt að á m'unda og tíunda áratug 16.
aldar voru þó nokkrir ungir menn á Islandi sem höfðu til að bera bæði
kunnáttu og vilja til að miðla öðrum þeirri menntun sem þá þótti best í
Evrópu. Má þar nefha menn eins Sigurð Jónsson (d. eftir 1599), rektor
bæði í Skálholti og á Hólum, sem dvaldist í Kaupmannahöfn og Rostock
á áttunda áratug aldarinnar, Jón Guðmundsson (1558-1634) síðar prest
í Hítardal, sem var bæði í Kaupmannahöfn og Brimum, Odd Einarsson
(1559-1630) síðar biskup í Skálholti, sem talinn er hafa verið nemandi
Tycho Brahes (1546-1601), Guðmund Einarsson (um 1568-1647), síðar
prest á Staðastað, Sigurð Stefánsson (d. 1595) rektor og Magnús Olafs-
son (1573-1636), síðar prest í Laufási, og mirnu líklega allir hafa stundað
nám við Hafharháskóla. Þessir menn lögðu sitt af mörkum og tóku
virkan þátt í því menningarstarfi sem Guðbrandur biskup hvatti tdl. Eins
35 Um ritstörfMagnúsar Jónssonar sjá: Sigurður Pétursson, „Húmanistd á Rauðasandi.
Magnús Jónsson prúði og ritstörf hans“, bls. 95-110.
36 Jón Espólín, lslands Arbækur V. Deild. Kaupmannahöfn: Hið íslenska bókmennta-
félag, 1826, bls. 71. Bréf Páls Jónssonar er ekki varðveitt í ffumriti en uppskrift af
því er varðveitt á handritadeild Landsbókasafns (JS 402 4to) og kann hún að liggja
til grundvallar þeim texta sem birtur er í Arbókum Espólíns og hér er vimað í.
í þeirri uppskrift stendur kenníngn þar sem lesa má kynníngu í prentaðri útgáfu Espó-
líns.
:57