Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 160
SIGURÐUR PÉTURSSON
og mörgum íslendmgum sveið biskupi að vita af öllum þeim lygum sem
viðhafðar voru um Island á erlendri grundu og því fysti hann og aðra að
samið yrði vamarrit á latínu með erlendan lesendahóp í huga. Slíkt rit,
Qualiscunque desaiptio Islandiae, var samið um 1588 en óvíst af hvaða
ástæðu var það ekki gefið út þá og birtist ekki á prenti fyrr en á 20.
öldinni.37 Þetta merkilega verk ber þess glöggt vitni að velmenntaður
húmanisti hefur samið það en því miður er ekki vitað með vissu hver það
var. Líklegt þykir að Oddur biskup Einarsson eða Sigurðtu Stefánsson
rektor hafi unnið þetta brautryðjandaverk. Þótt það hafi hlotið þau örlög
eins og lýst hefur verið er það engu að síður merkur minnisvarði um þá
miklu grósku og virkni sem var að færast í andlegt líf á Islandi á þessum
árum. Brevis Commentanus er besti vitnisburður þessarar þróunar og
markar upphaf merkilegs tímabils í latínubókmenntum íslendinga sem
áttu eftir að dafiia og blómgast næstu áratugina. Með þeim ritverkum
sem unnin vom á fyrri helmingi 17. aldar tókst íslendingum að sanna að
löng og torsótt ferð þeirra um víðar lendur húmanismans hafði borið
þann árangur að þeir urðu með tímanum fullgildir borgarar í fjölþjóða-
ríki bókmennta og lærdóms, res publica litteraria.
37 Qualisamque Desaiptio Islandiae, útg. Fritz Burg, Veröffentlichungen aus der Ham-
burger Staats und Universitats-Bibliothek I, Hamburg: Selbstverlag der Staats- und
Universitáts-Bibliothek, 1928. Þýðing eftir Svein Pálsson, Islandslýsing. Qualiscunque
Desniptio lslandiae, Reykjavík: Menningarsjóður, 1971. Sjá einnig: Jakob Benedikts-
son, „Hver samdi Quahscunque descriptio Islandiae?“, Nordæla. Afmœliskveðja til
Sigurðar Nordals sjötugs, Reykjavík: Helgafell, 1956, bls. 97-109; ogEinar Sigmars-
son, „GHmt við gamla gátu. Hver er höfundur Qualisctmque desriptio Islandiae?“,
Saga XLLl/2003, bls. 97-133.
158