Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 161
Kristín Loftsdóttir
s /
Utrás Islendinga og hnattvæðing
hins þjóðlega
Horft til Silvíu Nætur og Magna1
Inngangnr
Mannfræðingurinn Arjun Appadurai2 nálgast hnattvæðingu sem ósam-
stætt og sundrað ferli og heldur því fram að hún samanstandi af ólíkum
víddum sem skarast á margvíslegan hátt. Með því að tilgreina víddir
fólks, fjármagns, tækni, miðla og hugmynda (ethnoscapes, fmancescapes,
technoscapes, mediascapes og ideoscapes) er Appadurai að mörgu leyti að brjót-
ast út úr tvíhliða nálgun sem einkennt hafði umræðu um hnattvæðingu
lengi vel - þar sem hnattvæðingu var lýst sem annaðhvort hagrænum eða
menningarbundnum ferlum. Fræðimenn hafa þannig á síðastliðnum
árum brotið þessa tvískiptingu upp og bent til dæmis á að efnahagslegar
breytingar fela í sér aukið flæði fólks milli staða og hafa þannig víðtæk
samfélagsleg og menningarleg áhrif. Einnig hafa fræðimenn í auknum
mæli snúið frá kenningum sem gera ráð fyrir einfaldri Vesturlandavæð-
ingu og sýnt fram á fjölbreytileika þess hvernig menningarfyrirbæri eru
túlkuð, endurnýtt og endurgerð á ólíkum stöðum.3 Jafnhliða þarf að
undirstrika þau ólíku valdatengsl og misskiptingu sem hnattvæðing hef-
Hluti af þessari umfjöllun birtist áður í blaðagrein minni „Hnattvæðing holdi
klædd“, Lesbók Morgunblaðsins 23. september 2006. Ég vil þakka nafhlausum ritrýni
Ritsins fyrir einstaklega góðar ábendingar um hvemig bæta mátti umfjöllunina.
Arjun Appadurai, Modemity at Large: Cultural Dimensions of Globalization, Minnea-
pohs: University of Minnesota Press, 1996.
Faye D. Ginsburg, Lila Abu-Lughod og Brian Larkin, „Introduction“, Media
Worlds: Anthropology on New Terrain, ritstj. F.D. Ginsburg o.fl., Berkeley: University
of Califomia Press, 2002, bls. 1-36; Jonathan India Xavier og Renato Rosaldo, The
Anthropology of Globalization: A Reader, Malden, MA: Blackwell Publishers, 2002,
bls. 1-34.
J59