Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 162
KRISTIN LOFTSDOTTIR
ur átt þátt í að viðhalda og hvernig hún hefur jafnframt skapað ný form
ójafhaðarins.4 Francis B. Nyamnjoh talar þannig um hnatt\'æðingu sem
þverstæðukennt fyrirbæri (e. paradoxicaJ). Til að ná utan um margþætt
áhrif hnattvæðingar í ólíkum samfélögum hafa sumir fræðimenn notað
hugtakið nútími í fleirtölu, þ.e. nútímar, og reyna með því að rmdirstrika
að öll samfélög séu hluti af samtímanum og að birtingarmyndir hans séu
ólíkar og fjölbreyttar.
Þessi margþættu ferli hnattvæðingar hafa haft áhrif á þjóðarímyndir
og vakið upp nýjar og gamlar spurningar um þjóðmenningu. Frjálsara
flæði íjármagns hefur í för með sér ný og breytanleg viðskiptanet, ásamt
hraðara flæði ímynda og fólks á milli staða. Guðmundur Hálfdanarson
bendir á að deilur ffæðimanna um áhrif hnattvæðingar á þjóðmenningu
tengist ósamkomulagi um hvað sé í raun nýtt og hvað sé gamalt í hnatt-
væðingunni sjálfri.51 því samhengi má undirstrika að umheimurinn hef-
ur alltaf verið samtengdur, og ef til vill má sammælast um að samteng-
ing hans hafi ný og breytanleg sérkenni á hverjum tínia og því hljóti
þjóðmenning að einhverju marki að vera flæðandi og pólitískt fýrirbæri.
A Islandi hefur þátttaka þjóðarinnar í hnattvæddum ferlum verið ekki
síður mikilvæg en annars staðar og verið samofin orðræðum um sjálfs-
myndir og þjóðarímynd.6 I þessari grein skoða ég það sem ég hef kosið
að kalla einstaklingsmiðaða þjóðernishyggju' og nota hugtakið til að vísa
til aðlögnnar hugmynda um hreinleika og yfirburði íslensku þjóðarinn-
ar að breyttum samtíma, þar sem hið alþjóðlega og hið þjóðlega eru ekki
andstæður, heldur hvort fyrir sig mikilvægt í sjálfsmynd þjóðarinnar. Eg
mun skoða þetta út frá tveimur samtímaviðburðum sem fela í sér
4 Francis B. Nyamnjoh, „Globalization, Boundaries and Livelyhoods: Perspectives
on Africa“, Identity, Culture and Politics 5(1—2)/2004, bls. 37-59; Kristín Loftsdóttir,
,,‘This Time It’s Different’: Globalization, Power and Mobility“, Topographies ofGlo-
balization: Politics, Culture, Language, ritstj. Valur Ingimundarson, Kristín Lofts-
dóttir og Irma Erlingsdóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004, bls. 149-162.
5 Guðmundur Hálfdanarson, „Er íslensk söguendurskoðun útflutningshæf?“, Imynd
lslands: Ráðstefiia um miðlun íslenskrar sögu og menningar erlendis 30. október 1993,
ritstj. Elín Bára Magnúsdóttir og Ulfar Bragason, Reykjavík: Stoffum Sigurðar Nor-
dals, 1994, bls. 200-228.
6 Islensk þjóðmenning hefur þó auðvitað í gegnum söguna verið í stöðugri endur-
mótun og endurtúlkun.
7 I anda Silvíu Nætur, sem þýddi nafn sitt til að verða að alþjóðlegri persónu, má
karmski þýða þetta fyrirbæri og kalla það „ethno-globality“ eða „ethno-global iden-
tities“ til að leggja áherslu á alþjóðleika hugmyndarinnar.
ióo