Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 163
ÚTRÁS ÍSLENDINGA OG HNATTVÆÐING HINS ÞJÓÐLEGA
ákveðnar samræður við hnattrænan veruleika samtímans. Þessir við-
burðir eru Silvía Nótt sem framlag Islendinga til Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpstöðva árið 2006 og þátttaka Magna Asgeirssonar í raun-
veruleikaþættinum Rockstar Supemova sama ár. Eg held því fram að
umfjöllun tengd þessum tveimur einstaklingum endurspegli þætti í
þjóðarímynd Islendinga sem umbreytist í takt við nýja tíma, og varpi því
ljósi á áframhaldandi ghmu íslensku þjóðarixmar við hver hún vill vera
og telur sig vera í breydlegum heimi.
ímynd íslands og nútíminn
Rannsóknir á staðalímyndum sýna að þær snúa ekki eingöngu að ímynd
„okkar“ af öðrum heldur einnig að ímynd „okkar“ sjálfra. Þjóðernishóp-
ar skapa og viðhalda ákveðnum hugmyndum um sjálfa sig með áherslum
á gildi sem talin eru jákvæð á einhvern hátt þótt gildum annarra hópa
hætti til að endurspegla neikvæðari þætti.8 Þjóðarímyndir má þannig líta
á sem staðalímyndir sem fela iðulega í sér áherslu á margræð tákn sem
geta tengst öðrum táknum. Kynning þjóðarinnar á sjálffi sér út á við
snýr að endurtekningu slíkra staðalímynda eða sagna sem þjóðin segir
um sig sjálf. Eins og Sigurjón B. Hafsteinsson bendir á hvað varðar land-
kynningu Islands erlendis, þá snýr hún að því hverjir íslendingar vilja
vera og hvernig þeir vilja að aðrir sjái þá. Landkynning er því samofin
þjóðernishyggju á mun dýpri hátt heldur en eingöngu sé verið að búa til
tdlbúna markaðsímynd til að selja ákveðna afurð.9 Um leið felur ímynd
íslands einnig í sér gífurlega hagsmuni hvað markaðssókn margra
íslenskra fyrirtækja varðar. Tinna Grétarsdóttir undirstrikar að hópur
sérfræðinga frá ríkinu og almennum markaði hafi tekið höndum saman
að kynna íslenskar afurðir á alþjóðamörkuðum með notkun ákveðinna
tákna.10
8 Geoffrey M. White og Chavivun Prachuabmoh, „The Cognitive Organization of
Ethnic frnages“, Ethos 11(1—2)/1983, bls. 2-32.
9 Sigurjón B. Hafsteinsson, „Fjalfrnyndin: Sjónarhom íslenskra landslagsljósmynd-
ara“, Imynd Islands, bls. 71-83, hér bls. 72.
10 Tinna Grétarsdóttir, „Sýndarsýningin Island“, 2. íslenska söguþingið: Ráðstefnurit I,
ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir, Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Islands,
2002, bls. 381-399.
iói