Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 165
ÚTRÁS ÍSLENDINGA OG HNATTVÆÐING HINS ÞJÓÐLEGA
Sigríður Matthíasdóttir16 áréttar að áhersla Jóns á lífrænt eðli þjóðar-
innar, yfirburði íslenskrar tungu og þjóðernis megi enn greina í hug-
myndum Islendinga um sig sjálfa. Þetta endurspeglast meðal axmars í því
að iðulega er lögð áhersla á að Islendingar tali sama tungumál og á mið-
öldum og mikilvægi þess að viðhalda hreinleika íslenskrar tungu.1' Jafn-
hhða er bókmenntaleg arfleifð Islendinga oft talin vera einstök í sög-
unni.18 Umþöllun Sigurjóns B. Hafsteinssonar um landslagsmyndir
bendir á mikilvægi yfirhtsmynda í kynningu og markaðssetningu á landi
og þjóð því þær koma til skila þeirri sýn á landið að það sé upprunalegt
og hreint, eða eins og Sigurjón orðar það: „eins og Guð sjálfur hafi ný-
lega skihð við sköpunarverkið, náttúruna.“19 Jafnframt bendir Sigurjón
á að sjá megi stanslausa skírskotun í hlutverk ákveðinna landsvæða á
þjóðveldisöld og þannig tengingu fortíðar og nútíðar.20 Þorgerður Þor-
valdsdóttir telur að „óðurinn til hreinleikans" sé að hluta til ábyrgur íyr-
ir þeirri andstöðu sem greina má til innflytjenda og fjölmenningarlegs
Islands, en umræða Þorgerðar dregur fram að oft er stutt á milli kyn-
þáttafordóma og þjóðemishyggju.21 Hugmyndir um hreinleika fá að
ákveðnu leyti nýtt tæknivætt líf í tengslum við nýja þróun í erfðatækni.
Eins og mannfræðingurinn Bob Simpson bendir á er markmið hátækni-
íyrirtækisins DeCode að kortleggja genamengi Islendinga blandað
16 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Islandi
1900-1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004.
17 Gísli Pálsson, „Language and Society: The Ethnolinguistics of Icelanders“, TheAn-
thropology of Iceland, ritstj. Paul E. Durrenberger og Gísli Pálsson, Iowa City:
Universim of Iowa Press, 1989, bls. 121-139; Hallfríður Þórarinsdóttir, ,Málsvari
heimsósóma“, Rannsóknir í félagsvísindiim V, ritstj. Ulfar Hauksson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2004, bls. 553-573.
18 Gísli Sigurðsson, „Icelandic National Identity: From Romanticism to Tourism“,
Making Europe in Nordic Contexts, ritstj. P. J. Anttonen, Nordic Institute of Folklore:
University of Turku, 1996, bls. 41-75.
19 Sigurjón B. Hafsteinsson, „Fjallmyndin: Sjónarhom íslenskra landslagsljósmynd-
ara“, Imynd Islands, bls. 82.
20 Sama heimild.
21 Þorgerður Þorvaldsdóttir, „Hreint, náttúrulegt, óspillt. Ahrif landkynningar á
mótun fjölmennningarlegs samfélags á Islandi“, Lesbók Morgunblaðsins 8. desember,
2001; Þorgerður Þorvaldsdóttir, „Hreinlegur uppruni/upprunalegur hreinleiki“, 2.
íslenska söguþingið: Ráðstefnurit 13, ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir, Reykjavík:
Sagnfræðistofhun Háskóla Islands, 2002, bls. 417-42.
íÓ3