Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 167
ÚTRÁS ÍSLENDINGA OG HNATTVÆÐING HINS ÞJÓÐLEGA
Ulrich Beck talar um einstaklingsvæðingu sem hluta af hnattvæðing-
unni og að þegar henni fleygi fram molni þættir eins og hópkennd,
tryggð og þjóðleg sjálfsmynd.2/ Tenging Becks á milli einstaklingsvæð-
ingar og hnattvæðingar er gagnleg en draga má í efa að þjóðleg sjálfs-
mynd og hópkennd sé á undanhaldi í kjölfar hnattvæðingar. Þvert á móti
hafa margar rannsóknir sýnt ffam á hvernig þjóðleg sjálfsmynd og sterk-
ari áhersla á afmörkun og landamæri eru oft fylgifiskar hnattvæðingar.28
Hér tel ég að hægt sé að tala um einstaklingsmiðaða þjóðernishyggju
sem myndast við sambræðing alþjóðlegrar einstaklingshyggju við eldri
hugmyndir þjóðernishyggju. Eg tel að þetta fyrirbæri sé alls ekki sérís-
lenskt þótt ég kjósi hér að skoða það fyrst og fremst út frá íslenskum
veruleika. Þessi nýja hugmyndaffæði felur í sér áherslu á sundurleita
þætti eins og þá að einstaklingshyggja sé Islendingum eðlislæg, áherslu
á alþjóðleika Islands o^ endurvinnslu tákna úr íslenskri menningu. I um-
fjöllun um velgengni Islendinga erlendis má iðulega sjá tilvísun til sjálf-
stæðis sem lykils að velgengni þeirra. Lögð er áhersla á að þeir séu
„öðruvísi“ í einsleitum heimi samtímans, sem afleiðing þess sjálfstæðis
og þeirrar einstaklingshyggju sem sprettur af íslensku eðli þeirra, enda
eiga forfeður Islendinga að hafa flúið frá Noregi vegna þess að þeir
þráðu sjálfstæði og frelsi. I slíkum hugmyndum svífur söguskoðun Jóns
Aðils yfir vötnum en hann gaf til kynna að til Islands hafi farið helstu
stórmenni Noregs og blóminn af norrænum ættum frá Vesturlöndum.29
Samkvæmt Jóni runnu þar saman kynþættir og blandaðist því; „andlegt
þör, hugvit og snilld Keltanna, og djúpskyggni, staðfesta og viljaþrek
Norðmannanna, og fæddi af sér þjóðlíf sem varla hefur átt sinn líka í
sögunni.“30 Ekki má líta fram hjá að einstaklingshyggja samtímans end-
urspeglast einnig í viðhorfum sem eru ólík áherslum fyrri kynslóða, svo
sem að skuldasöfnun einstaklinga sé eðlileg og sjálfsögð, rétt eins og
mikil neysla almennt. Þetta gefur til kynna þá sýn að einstaklingar bera
27 Ulrich Beck, „Hvers-vegna-ekki-samfélagið“, Framtíb lýðræðis á tímum hnattvœð-
ingar, ritstj. Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir, Reykjavík: ReykjavíkurAka-
demían, 2000, bls. 51-67, hér bls. 58.
28 Jonathan Friedman, „Being in the World: Globahzation and Localization“, Global
Culture: Nationalism, Globalization, and Modemity, ritstj. M. Featherstone, London:
Sage Publication, 1990, bls. 311-328.
29 Jón Jónsson, Islenzktþjóðemi, bls. 22-23.
30 Sama heimild, bls. 49.