Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Síða 168
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
litla ábyrgð gagnvart heildinni, sem telja má nokkuð frábrugðið fyrri
áherslum á nægjusemi og mikilvægi þess að búa í haginn fyrir framtíð-
arkynslóðir Islendinga.
Einstaklingsmiðuð þjóðernishyggja nútímans leggur jafnframt mikið
upp úr stöðu Islands sem alþjóðlegs lands sem þó virðist einnig eiga að
vera þjóðlegt. Það er alþjóðlegt í þeim skihúngi að Islendingar hafa tek-
ið aukinn þátt í viðskiptum, tækniþróun og í menningarlífi erlendis, en
þjóðlegi skilningurinn á þessi ferh er iðulega settur ffam með tihtísun til
þátta í þjóðareðli Islendinga, og/eða síendurteknum tilvísunum til þess-
ara einstaklinga sem hluta af íslensku þjóðinni. Þannig er iðulega talað
um „víkinga“ í samhengi \nð viðskiptalega útrás Islendinga og harður og
grár, jafnvel sóðalegur, heimur viðskipta er þannig færður inn í glæstari
heim fortíðar Islendinga þar sem harka er tengd jákvæðum mannkost-
um, svo sem hugrekki, djörfung og dáðtun. Gjaman er vísað til aukinn-
ar þátttöku Islendinga í alþjóðasamfélaginu sem „landvinninga“ sem fel-
ur í sér tilbrigði við sama þema og „útrás íslenskra víkinga“ og vekur upp
ímynd þar sem eitt land eða ein þjóð tekur yfir aðra. Tíð tilvísun forseta
Islands til frumkvöðla tæknifyrirtækisins Oz sem „strákanna okkar“ end-
urspeglar þessa áherslu á þjóðemislega hópsál. Hin karllæga áhersla sem
er samofin þessari umræðu er augljós og má bæði greina í orðfarinu
„strákarnir okkar“ og notkun hugtaka (landkönnun, víkingar) sein sögu-
lega séð hafa verið tengd gildum tengdum karlmennsku. Eins og Sigríð-
ur Matthíasdóttir hefur bent á er hinn sanni Islendingur karlmaður og
stendur sem holdgervingur þjóðarinnar.31 Hér má einnig sjá gæta þess
sem Þórunn Valdimarsdóttir kallar einfaldlega þjóðarmont,32 þ\i ef
marka má orð Gunnars Haraldssonar þá em eignir Islendinga erlendis í
raun ekki hlutfallslega miklar í samanburði við þær þjóðir sem við ber-
um okkur helst saman við, þrátt fyrir að beinar fjárfestingar Islendinga
erlendis hafi aukist gríðarlega hratt á síðastliðnum árum.33 „Land\inn-
ingar“ hafa þó ekki eingöngu birst hvað varðar viðskiptahfið heldur
einnig í þátttöku íslensks listafólks í listalífi erlendis svo sem hönnun,
31 Sigríður Matthíasdóttír, „Hinn eini sanni íslendingur“; sjá einnig: Kristín Lofts-
dóttir, „Bláir menn og eykonan Island", bls. 21—45.
32 Þórunn Valdimarsdóttir, „Ræktaði samfélag síðari alda fegurð kvertna? Innlegg í
umræðuna um þjóðarímynd og fræði“.
33 Gunnar Haraldsson, „Sjálfsmyndir á sýningu“, erindi á málþingi um Draumalandið,
Kistan, http://kistan.is/efni.asp?n=4720&f=3&u=2 (skoðað 13. feb. 2007).
i66